Ferill 871. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1366  —  871. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um tímabundið atvinnuleyfi erlendra sérfræðinga.

Frá Hildi Sverrisdóttur.


     1.      Hversu margir sóttu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar árin 2016–2022, sbr. 8. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga?
     2.      Hversu margir fengu slíkt atvinnuleyfi árin 2016–2022?
     3.      Hversu langan tíma tók að meðallagi að afgreiða umsóknir um slíkt atvinnuleyfi árin 2016–2022?
     4.      Hversu margir þeirra sem fengu fyrrnefnt atvinnuleyfi árin 2016–2022 hafa fengið áframhaldandi atvinnuleyfi?


Skriflegt svar óskast.