Ferill 1111. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1845  —  1111. mál.




Fyrirspurn


til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um viðurkenningu á háskólagráðum erlendra einstaklinga.

Frá Bryndísi Haraldsdóttur.


     1.      Hvernig er staðið að viðurkenningu á akademísku námi erlendra ríkisborgara sem hafa lokið því erlendis?
     2.      Er algengt að háskólagráður séu ekki viðurkenndar vegna skorts á upplýsingum eða vandræða við að sannreyna upplýsingar?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að raunfærnimat verði notað til að sannreyna akademíska þekkingu þeirra sem ekki fá nám sitt metið eða eftir atvikum að þeim bjóðist að sækja viðbótarnám til að uppfylla skilyrði viðurkenndra námsgreina?


Skriflegt svar óskast.