Ferill 1112. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1846  —  1112. mál.




Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um Ríkisútvarpið.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Hver var heildarfjöldi starfsfólks á launaskrá Ríkisútvarpsins árin 2021 og 2022? Hve margir voru fastir starfsmenn og hve margir voru verktakar á þeim tíma?
     2.      Hvaða efni keypti Ríkisútvarpið eða gerðist meðframleiðandi að til styrktar sjálfstæðri gerð sjónvarpsþátta, kvikmynda, heimildarmynda, útvarpsþátta eða talsetningar á sama árabili?
     3.      Hverjir af þeim aðilum sem Ríkisútvarpið keypti efni af, eða gerðist meðframleiðandi að efni með, á sama árabili voru samhliða í föstu ráðningarsambandi við Ríkisútvarpið?
     4.      Hversu hárri prósentu af innheimtu útvarpsgjaldi varði Ríkisútvarpið til kaupa á efni af sjálfstæðum framleiðendum, eða til meðframleiðslu, til að styrkja og efla sjálfstæða gerð sjónvarpsþátta, kvikmynda, heimildarmynda, útvarpsþátta eða talsetningar á sama árabili?


Skriflegt svar óskast.