Ferill 1115. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1849  —  1115. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um stuðning á húsnæðismarkaði.

Frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur.


     1.      Hversu margir einstaklingar njóta stuðnings á húsnæðismarkaði, hvort sem er í formi húsnæðisbóta, hlutdeildarlána, stofnframlaga almennra íbúða, landsbyggðarlána, leiguíbúðalána, vaxtabóta eða annarra úrræða á vegum stjórnvalda, sundurliðað eftir sveitarfélögum?
     2.      Hve margar íbúðar- eða búsetueiningar falla undir hvers konar úrræði stjórnvalda á húsnæðismarkaði, sundurliðað eftir sveitarfélögum?


Skriflegt svar óskast.