Ferill 1124. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1879  —  1124. mál.




Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um stafræna endurgerð íslensks prentmáls.

Frá Steinunni Þóru Árnadóttur.


     1.      Hver er staðan á vinnu við stafræna endurgerð íslensks prentmáls, sbr. þingsályktun nr. 20/148?
     2.      Hefur verið unnið að því að hrinda í framkvæmd þeim tillögum sem starfshópur ráðherra skilaði á 150. löggjafarþingi (þskj. 95) á grunni þingsályktunarinnar?
     3.      Hvaða fjármunir, ef einhverjir, hafa verið eyrnamerktir verkefninu?
     4.      Er undirbúningur hafinn að því að semja við höfundarréttarhafa og hagaðila um stafræna endurgerð ritverka?


Skriflegt svar óskast.