Ferill 1131. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1886  —  1131. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um fjármagnstekjur umfram atvinnutekjur.

Frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur.


     1.      Hversu margir einstaklingar höfðu fjármagnstekjur umfram launatekjur og reiknað endurgjald á árunum 2013–2021 flokkað eftir eftirfarandi fjárhæðum samanlagðra launatekna og reiknaðs endurgjalds:
                  a.      engar launatekjur eða reiknað endurgjald,
                  b.      1–99.999 kr. á mánuði,
                  c.      100.000–499.999 kr. á mánuði,
                  d.      500.000–999.999 kr. á mánuði,
                  e.      1.000.000–2.499.999 kr. á mánuði,
                  f.      2.500.000 kr. eða meira á mánuði?
     2.      Hverjar voru upphæðir fjármagnstekna, greidds fjármagnstekjuskatts, launatekna eða reiknaðs endurgjalds og greidds tekjuskatts í sömu flokkum á árunum 2013–2021?


Skriflegt svar óskast.