Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1892, 153. löggjafarþing 538. mál: veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (aflvísir).
Lög nr. 47 7. júní 2023.

Lög um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997 (aflvísir).


1. gr.

      Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
  1. 2. mgr. orðast svo:
  2.      Heimildir fiskiskipa til veiða með botnvörpu, flotvörpu og dragnót innan fiskveiðilandhelgi Íslands miðast við lengd skipa. Er skipum skipt niður í þrjá flokka miðað við lengd þeirra þannig:
    1. flokkur: Fiskiskip 42 metrar og lengri.
    2. flokkur: Fiskiskip 29 metrar og lengri en styttri en 42 metrar.
    3. flokkur: Fiskiskip styttri en 29 metrar.
  3. 3. og 4. mgr. falla brott.
  4. 7. mgr. orðast svo:
  5.      Stundi tvö eða fleiri skip veiðar með sömu botnvörpu, flotvörpu eða dragnót skulu heimildir þeirra samkvæmt þessari grein miðast við lengd lengsta skipsins.


2. gr.

     Orðin „enda séu þau með aflvísi lægri en 2.500“ í 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna falla brott.

3. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 5. gr. um fiskiskip í 3. flokki gilda heimildir fiskiskipa til að veiða með botnvörpu, flotvörpu og dragnót innan fiskveiðilandhelgi Íslands fyrir þau fiskiskip sem féllu undir 3. flokk við gildistöku laga þessara, enda verði ekki gerðar meiri háttar breytingar á skipunum.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 30. maí 2023.