Ferill 1015. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1901  —  1015. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Bryndísi Haraldsdóttur um ráð, nefndir, stjórnir, starfshópa og stýrihópa.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvað voru á árinu 2022 stofnaðar margar nýjar nefndir, stjórnir, ráð, stýrihópar eða starfshópar sem heyra undir ráðuneytið og hver er áætlaður kostnaður vegna þeirra?

    Á árinu 2022 voru stofnaðar á vegum ráðuneytisins tvær hæfisnefndir, fimm starfshópar og þrír stýrihópar. Heildarkostnaður vegna þessa var 2,3 millj. kr. á árinu 2022. Það athugist að í þeirri tölu er ekki talinn kostnaður aðkeyptra rekstrarsérfræðinga við greiningarvinnu, alls að fjárhæð 19,6 millj. kr., enda þótt þeir hafi formlega átt sæti í starfshópi sem stýrði verkefninu.