Ferill 1010. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1908  —  1010. mál.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Bryndísi Haraldsdóttur um ráð, nefndir, stjórnir, starfshópa og stýrihópa.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvað voru á árinu 2022 stofnaðar margar nýjar nefndir, stjórnir, ráð, stýrihópar eða starfshópar sem heyra undir ráðuneytið og hver er áætlaður kostnaður vegna þeirra?

    Alls voru stofnaðar 19 nýjar nefndir, stjórnir, ráð, stýrihópar eða starfshópar á vegum innviðaráðuneytisins árið 2022 og kostnaður vegna þeirra var 4.557.710 kr.
    Í samræmi við orðalag fyrirspurnar eru ekki taldar með lögbundnar eða ráðherraskipaðar nefndir sem stofnaðar voru fyrir tímamarkið en voru starfandi árið 2022 eða endurskipaðar á árinu enda teljast þær ekki nýjar í framangreindum skilningi. Ekki er talinn kostnaður vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu sem tengist starfi framangreindra hópa.