Ferill 858. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1923  —  858. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um Land og skóg.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd.

     1.      2. gr. orðist svo:
             Stofnunin hefur eftirlit með og annast framkvæmd laga um landgræðslu og laga um skóga og skógrækt. Þá annast stofnunin jafnframt daglega stjórnsýslu samkvæmt þeim lögum, öðrum lögum sem stofnunin starfar eftir og alþjóðlegum samningum sem snerta viðfangsefni stofnunarinnar.
     2.      Við 7. gr.
                  a.      Við c-lið 7. tölul.
                      1.      Við 3. málsl. 1. mgr. bætist: og í landnýtingu, þ.m.t. skógrækt og vernd og endurheimt vistkerfa.
                      2.      A-liður 2. mgr. orðist svo: forsendum fyrir vali á landi til landgræðslu og skógræktar með tilliti til náttúruverndar, matvælaframleiðslu, minjaverndar og landslags.
                      3.      Í stað orðsins „náttúruskóga“ í b-lið 2. mgr. komi: vistkerfa.
                      4.      Í stað orðsins „skóga“ í d-lið 2. mgr. komi: lands.
                      5.      Á eftir orðinu „skógræktar“ í e-lið 2. mgr. komi: og landgræðslu.
                      6.      Á eftir orðinu „skógum“ í f-lið 2. mgr. komi: og landgræðslusvæðum.
                      7.      Á eftir orðinu „skógrækt“ í g- og h-lið 2. mgr. komi: og landgræðslu.
                      8.      Í stað orðsins „skógum“ í i-lið 2. mgr. komi: landgræðslu.
                      9.      Í stað orðsins „skóga“ í j-lið 2. mgr. komi: lands.
                      10.      Við 2. mgr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: fjölþættum ávinningi verndar og endurheimtar vistkerfa.
                      11.      1. málsl. 5. mgr. orðist svo: Verkefnisstjórn skal í upphafi taka saman lýsingu á verkefninu þar sem gerð er grein fyrir þeim áherslum sem fyrirhugað er að hafa við gerð landsáætlunarinnar, svo sem forsendum, viðfangsefni og fyrirhugaðri kynningu og samráði við mótun stefnunnar.
                      12.      Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað orðsins „landgræðsluáætlun“ í 14. gr. laganna kemur: landsáætlun um landgræðslu og skógrækt.
                  b.      C-liður 9. tölul. orðist svo: Í stað orðanna „og Hafrannsóknastofnun tilnefna einn fulltrúa hver og Skógræktin og Landgræðslan tilnefna sameiginlega einn fulltrúa“ í 2. málsl. 5. mgr. 63. gr. laganna kemur: Hafrannsóknastofnun og Land og skógur tilnefna einn fulltrúa hver.
                  c.      Við c-lið 11. tölul.
                      1.      Við 3. málsl. 1. mgr. bætist: og í landnýtingu, þ.m.t. skógrækt og vernd og endurheimt vistkerfa.
                      2.      A-liður 2. mgr. orðist svo: forsendum fyrir vali á landi til landgræðslu og skógræktar með tilliti til náttúruverndar, matvælaframleiðslu, minjaverndar og landslags.
                      3.      Í stað orðsins „náttúruskóga í b-lið 2. mgr. komi: vistkerfa.
                      4.      Í stað orðsins „skóga“ í d-lið 2. mgr. komi: lands.
                      5.      Á eftir orðinu „skógræktar“ í e-lið 2. mgr. komi: og landgræðslu.
                      6.      Á eftir orðinu „skógum“ í f-lið 2. mgr. komi: og landgræðslusvæðum.
                      7.      Á eftir orðinu „skógrækt“ í g- og h-lið 2. mgr. komi: og landgræðslu.
                      8.      Í stað orðsins „skógum“ í i-lið 2. mgr. komi: landgræðslu.
                      9.      Í stað orðsins „skóga“ í j-lið 2. mgr. komi: lands.
                      10.      Við 2. mgr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: fjölþættum ávinningi verndar og endurheimtar vistkerfa.
                      11.      1. málsl. 5. mgr. orðist svo: Verkefnisstjórn skal í upphafi taka saman lýsingu á verkefninu þar sem gerð er grein fyrir þeim áherslum sem fyrirhugað er að hafa við gerð landsáætlunarinnar, svo sem forsendum, viðfangsefni og fyrirhugaðri kynningu og samráði við mótun stefnunnar.
                      12.      Á eftir f-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað orðanna „landsáætlun í skógrækt“ í 2. mgr. 10. gr. og orðanna „landsáætlun um skógrækt“ í 16. gr. laganna kemur: landsáætlun um landgræðslu og skógrækt.