Ferill 1143. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1925  —  1143. mál.




Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um notkun íslenska fánans og fánalitanna við merkingar á matvælum.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hvaða kröfur liggja að baki leyfisveitingum Neytendastofu fyrir notkun íslenska fánans og fánalitanna við merkingar á matvælum?
     2.      Hvert er umfang eftirlits Neytendastofu með notkun íslenska fánans og fánalitanna við merkingar á matvælum og hversu miklum fjármunum er varið til eftirlitsins?
     3.      Á hvaða viðmiðum og/eða stöðlum byggist mat Neytendastofu á einkennandi hluta vöru samkvæmt ákvæðum 12. gr. laga um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, sem lúta m.a. að framleiðslu vöru úr innfluttu hráefni?


Skriflegt svar óskast.