Ferill 1144. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1926  —  1144. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um fjárveitingar til heilsugæslu.

Frá Kristrúnu Frostadóttur.


     1.      Hvernig hafa fjárveitingar til heilsugæslu þróast sem hlutfall af vergri landsframleiðslu frá árinu 2008 og hvernig munu þær þróast á tímabili fjármálaáætlunar 2024–2028?
     2.      Eru fjárveitingar til heilsugæslu eyrnamerktar tilteknum verkefnum? Ef svo er, hvaða þarfagreining liggur að baki þeim verkefnum? Svar óskast sundurliðað eftir verkefnum.
     3.      Hvernig er auknum fjárveitingum til heilsugæslu á milli ára varið samkvæmt fjármálaáætlun 2024–2028? Svar óskast sundurliðað eftir fjárfestingum og verkefnum.
     4.      Telur ráðherra rétt að reiknilíkan fjárveitinga til heilsugæslu verði endurskoðað? Ef svo er, hvaða viðmið og forgangsröðun telur ráðherra rétt að hafa til hliðsjónar í þeirri vinnu? Er gert ráð fyrir fjárveitingum vegna sérstakra aðstæðna, svo sem vegna fjölda ferðamanna og aðgengis að þjónustu vegna mögulegra samgöngutakmarkana?


Skriflegt svar óskast.