Ferill 1145. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1935  —  1145. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um fjárveitingar til geðheilbrigðisþjónustu.

Frá Kristrúnu Frostadóttur.


    Hvernig hafa fjárveitingar til geðheilbrigðisþjónustu þróast frá árinu 2008 og hvernig munu þær þróast sem hlutfall af vergri landsframleiðslu á tímabili fjármálaáætlunar fyrir árin 2024–2028? Óskað er eftir greiningu á því hvernig fjármagn skiptist milli sjúkrahúsþjónustu og annarrar geðheilbrigðisþjónustu, þ.m.t. heilsugæslu og sjálfstætt starfandi þjónustuveitenda.


Skriflegt svar óskast.