Ferill 1147. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1937  —  1147. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um skerðingu á húsnæðisstuðningi til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna sérútbúinna bifreiða.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu oft á undanförnum fimm árum hefur húsnæðisstuðningur fatlaðs einstaklings verið skertur vegna þess að sérútbúin bifreið telst til eignar viðkomandi?
     2.      Telur ráðherra eðlilegt að félagslegur húsnæðisstuðningur sé skertur vegna dýrs og sérútbúins ökutækis, sem Tryggingastofnun styrkir einstaklinga til að kaupa með því markmiði að stuðla að því að hreyfihamlaðir einstaklingar geti lifað sjálfstæðu lífi?


Skriflegt svar óskast.