Ferill 880. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1952  —  880. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, lögum um verðbréfasjóði og fleiri lögum (sala sjóða yfir landamæri, höfuðsjóðir og fylgisjóðir o.fl.).

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (GHaf, DME, ÁBG, GE, HHH, JPJ, SÞÁ).


     1.      Við 1. gr.
                  a.      Í stað dagsetningarinnar „20. mars 2023“ í 1. mgr. komi: 1. mars 2023.
                  b.      Í stað orðanna „í útboðslýsingu“ í 5. mgr. komi: í lýsingu.
     2.      Við 2. gr. bætist tveir nýir stafliðir, b- og c-liður, svohljóðandi:
              b.      Í stað „11. tölul.“ í 18. tölul. 1. mgr. kemur: 12. tölul.
              c.      Í stað „37. tölul.“ í 2. mgr. kemur: 38. tölul.
     3.      Við 6. gr.
                  a.      Í stað orðanna „rafrænn miðill“ í b-lið 1. mgr. a-liðar (59. gr. a) og b-lið 1. mgr. c-liðar (59. gr. c) komi: rafrænum miðli.
                  b.      Í stað orðanna „skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram“ í síðari málslið 1. mgr. c-liðar (59. gr. c) komi: skal koma fram staðfesting á því að eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt.
     4.      Á eftir 6. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Á eftir orðunum „V. kafla um gagnsæi“ í 2. tölul. 2. mgr. 64. gr. laganna kemur: nema að því er varðar gögn skv. 3. og 4. mgr. 48. gr. sem skulu afhent að beiðni Fjármálaeftirlitsins.
     5.      Á eftir 7. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      3. mgr. 76. gr. laganna fellur brott.
     6.      Í stað orðanna „3. og 4. mgr.“ í a-lið 8. gr. komi: 4. og 5. mgr.
     7.      Á eftir 8. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Við 94. gr. laganna bætast tvær málsgreinar, svohljóðandi:
                      Heimilt er að víkja frá þeim hámörkum sem mælt er fyrir um í 1.–4. tölul. 1. mgr. á þeim tíma sem gerninganna er aflað ef ekki er unnt á þeim tíma að reikna heildarfjárhæð skuldabréfa eða peningamarkaðsgerninga eða hreina fjárhæð útgefinna verðbréfa.
                      Seðlabanka Íslands er heimilt að setja reglur um að 1. mgr. taki ekki til framseljanlegra verðbréfa eða peningamarkaðsgerninga sem ríki innan EES eða sveitarfélög aðildarríkja eða ríki utan EES gefa út eða ábyrgjast eða alþjóðastofnanir sem eitt eða fleiri ríki EES eru aðilar að gefa út.
     8.      Í stað orðanna „undirkafla B í X. kafla“ í inngangsmálslið 9. gr. komi: 96. gr.
     9.      Við 11. gr.
                  a.      Í stað orðsins „fyrirframstaðfestingu“ í 57. tölul. a-liðar komi: fyrirframtilkynningu.
                  b.      Í stað orðanna „1. og 2. mgr.“ í 61. tölul. a-liðar komi: 2. og 3. mgr.
     10.      Við 14. gr.
                  a.      Í stað orðsins „í útboðslýsingu“ í 2. málsl. 4. mgr. komi: í lýsingu.
                  b.      Í stað orðanna „lögum um verðbréfasjóði“ í 2. málsl. 4. mgr. komi: lögum þessum.
     11.      Á eftir 15. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitinu“ í 3. mgr. 72. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands.
     12.      Við 17. gr.
                  a.      Í stað orðanna „á rafrænan hátt“ í b-lið 1. mgr. a-liðar (100. gr. a) og orðsins „rafrænt“ b-lið 1. mgr. c-liðar (100. gr. c) komi: rafrænum miðli.
                  b.      Í stað orðanna „skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram“ í síðari málslið 1. mgr. c-liðar (100. gr. c) komi: skal koma fram staðfesting á því að eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt.
     13.      Í stað orðsins „fyrirframstaðfestingu“ í 67. tölul. b-liðar 22. gr. komi: fyrirframtilkynningu.
     14.      Í stað dagsetningarinnar „20. mars 2023“ í a- og b-lið 24. gr. komi: 1. mars 2023.
     15.      Við 25. gr.
                  a.      Inngangsmálsliður a-liðar orðist svo: Á eftir 2. tölul. 1. mgr. kemur nýr töluliður, svohljóðandi.
                  b.      Inngangsmálsliður b-liðar orðist svo: Á eftir 2. tölul. 2. mgr. kemur nýr töluliður, svohljóðandi.
                  c.      Í stað orðsins „fyrirframstaðfestingu“ í 2. tölul. c-liðar komi: fyrirframtilkynningu.
                  d.      Á eftir c-lið komi nýr liður, svohljóðandi: Í stað „3. mgr.“ í 4. mgr. kemur: 4. mgr.
     16.      Við 27. gr.
                  a.      Í stað „skv. 1. mgr.“ í 2., 3. og 4. mgr. komi: Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1156.
                  b.      Á eftir orðunum „5. mgr. 15. gr.“ í 3. og 4. mgr. komi: og 5. mgr. 16. gr.
                  c.      Í stað orðsins „í útboðslýsingu“ í 5. mgr. komi: í lýsingu.
     17.      Við 28. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Þrátt fyrir 1. mgr. öðlast 12. gr. þegar gildi.