Óttarr Proppé

Óttarr Proppé

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2013–2016, alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2016–2017 (Björt framtíð).

Heilbrigðisráðherra 2017.

6. varaforseti Alþingis 2013–2015.

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 7. nóvember 1968. Foreldrar: Ólafur J. Proppé (fæddur 9. janúar 1942) fyrrverandi rektor Kennaraháskóla Íslands, föðurbróðir Kolbeins Proppés alþingismanns, og Pétrún Pétursdóttir (fædd 26. ágúst 1942) fyrrverandi forstöðumaður Hafnarborgar, menningar- og listamiðstöðvar, Hafnarfirði. Óttarr er afkomandi Ólafs Proppés alþingismanns. Maki: Svanborg Þórdís Sigurðardóttir (fædd 5. febrúar 1967) bóksali. Foreldrar: Sigurður Guðni Sigurðsson og Elfa Ólafsdóttir.

Lokapróf frá Pennridge High School, Perkasie, Pennsylvania, Bandaríkjunum, 1986.

Starfaði við bóksölu hjá Almenna bókafélaginu, Eymundsson og Máli og menningu 1987–2010. Tónlistarmaður og lagahöfundur með hljómsveitunum HAM, Dr. Spock, Rass og fleiri frá 1988. Leikari, handritshöfundur, hljóðmaður og framleiðandi við kvikmynda- og heimildarmyndagerð af og til frá 1991. Heilbrigðisráðherra 11. janúar til 30. nóvember 2017.

Í stjórn STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, 2008–2017. Í stjórn Besta flokksins í Reykjavík 2010–2014. Í borgarstjórn Reykjavíkur 2010–2013. Í borgarráði 2010–2013. Í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 2010–2013. Fulltrúi á sveitarstjórnarvettvangi EFTA 2010–2013. Í stjórn Bjartrar framtíðar frá 2012. Formaður Bjartrar framtíðar 2015–2017.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2013–2016, alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2016–2017 (Björt framtíð).

Heilbrigðisráðherra 2017.

6. varaforseti Alþingis 2013–2015.

Utanríkismálanefnd 2013–2016.

Þingmannanefnd Íslands og ESB 2013–2016.

Æviágripi síðast breytt 30. nóvember 2017.

Áskriftir