Einar Jónsson

Einar Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1892–1901 og 1911–1913 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn).

2. varaforseti efri deildar 1913.

Æviágrip

Fæddur á Stóra-Steinsvaði í Hjaltastaðaþinghá 7. desember 1853, dáinn 24. júlí 1931. Foreldrar: Jón Þorsteinsson (fæddur 21. júlí 1801, dáinn 25. desember 1860) bóndi þar og kona hans Járngerður Eiríksdóttir (fædd 20. febrúar 1812, dáin 24. október 1898). Maki (2. september 1881): Kristín Jakobsdóttir (fædd 14. mars 1859, dáin 21. ágúst 1942) húsmóðir. Foreldrar: Jakob Benediktsson og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Systir Jóns Jacobsonar alþingismanns. Börn: Vigfús (1882), Sigríður (1884), Jakob (1891), Ingigerður (1898).

Stúdentspróf Lsk. 1876. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1879.

Stundaði kennslu og skriftir í Reykjavík veturinn 1876–1877. Fékk 1879 Fell í Sléttuhlíð, Miklabæ í Blönduhlíð 1885, Kirkjubæ í Hróarstungu 1888, Desjarmýri 1909, en fluttist þangað 1910, og Hof í Vopnafirði 1912, lausn 1929 og fluttist þá til Reykjavíkur. Amtsráðsmaður í austuramtinu fyrir Norður-Múlasýslu 1892–1900. Prófastur í Norður-Múlaprófastsdæmi 1894–1929.

Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1892–1901 og 1911–1913 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn).

2. varaforseti efri deildar 1913.

Samdi ættfræðiritið Ættir Austfirðinga.

Æviágripi síðast breytt 4. apríl 2016.

Áskriftir