Guðbrandur Ísberg

Guðbrandur Ísberg

Þingseta

Alþingismaður Akureyrar 1931–1937 (Sjálfstæðisflokkur).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Snóksdal í Miðdölum 28. maí 1893, dáinn 13. janúar 1984. Foreldrar: Magnús Kristjánsson (fæddur 10. júlí 1864, dáinn 10. júlí 1899) bóndi þar og kona hans Guðrún Gísladóttir (fædd 15. október 1871, dáin 29. maí 1895) húsmóðir. Faðir Jóns Ísbergs varaþingmanns. Maki (26. ágúst 1920): Árnína Hólmfríður Jónsdóttir Ísberg (fædd 27. janúar 1898, dáin 3. október 1941) húsmóðir, ömmusystir Hjálmars Jónssonar alþingismanns. Foreldrar: Jón Jónsson og kona hans Ólöf Bergrós Árnadóttir. Börn: Gerður Ólöf (1921), Guðrún Lilja (1922), Jón Magnús (1924), Ari Guðbrandur (1925), Ásta Ingifríður (1927), Nína Sigurlína (1929), Ævar Hrafn (1931), Sigríður Kristín Svala (1936), Arngrímur Óttar (1937).

Stúdentspróf MR 1916. Las hagfræði við Hafnarháskóla 1916–1919, en hvarf frá því námi. Lögfræðipróf HÍ 1923.

Starfsmaður á íslensku stjórnarráðsskrifstofunni í Kaupmannahöfn 1917–1919. Rak málaflutningsskrifstofu á Akureyri 1923–1931, bjó á Möðrufelli og stundaði þar jafnframt búskap 1924–1931. Fulltrúi sýslumannsins í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógetans á Akureyri 1931–1932. Bjó í Litla-Hvammi (nýbýli) í Hrafnagilshreppi 1931–1932. Sýslumaður Húnavatnssýslu 1932–1960, sat á Blönduósi.

Í hreppsnefnd Hrafnagilshrepps 1925–1931. Í yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis vestra 1959–1967, formaður.

Alþingismaður Akureyrar 1931–1937 (Sjálfstæðisflokkur).

Æviágripi síðast breytt 6. júlí 2015.

Áskriftir