Guðjón Guðmundsson

Guðjón Guðmundsson

Þingseta

Alþingismaður Vesturlands 1991–2003 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Norðvesturkjördæmis apríl og okt 2004, mars–apríl og nóvember 2005 júní og október–nóvember 2006 og mars 2007 (Sjálfstæðisflokkur).

2. varaforseti Alþingis 1999–2003.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Akranesi 29. október 1942. Foreldrar: Guðmundur Engilbert Guðjónsson (fæddur 1. ágúst 1905, dáinn 10. nóvember 1990) skipstjóri þar og kona hans Kristjana Guðrún Þorvaldsdóttir (fædd 23. október 1911, dáin 3. júlí 1990) húsmóðir, systir Ágústs Þorvaldssonar alþingismanns, föðursystir Guðna Ágústssonar alþingismanns og ráðherra. Maki (11. mars 1982) Guðný Jóna Ólafsdóttir (fædd 3. febrúar 1957) sjúkraliði. For.: Ólafur Jón Þórðarson og kona hans Þórey Jónsdóttir. Börn: Eyþór Ólafur (1978), Kristjana (1982), Erla Þóra (1984).

Gagnfræðapróf Akranesi 1959. Ýmis stjórnunarnámskeið 1960–1970. Skipstjórnarréttindi (30 tn) 1989.

Starfsmaður Skipasmíðastöðvar Þorgeirs & Ellerts 1961–1991, fyrst sem gjaldkeri, en síðar skrifstofustjóri og staðgengill framkvæmdastjóra frá 1970. Verslunarrekstur á Akranesi. Starfsmaður Hagstofu 2004–2005. Framkvæmdastjóri Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2005–2013.

Formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akranesi. Í flokksráði Sjálfstæðisflokksins frá 1984. Í bæjarstjórn Akraness 1974–1978 og 1982–1990, forseti bæjarstjórnar 1984–1986, í bæjarráði 1984–1990. Í stjórn Rafveitu Akraness 1970–1994, í raforkunefnd Vesturlands 1976–1978. Í Knattspyrnuráði Akraness í 11 ár. Í stjórn Bridgesambands Íslands í tvö ár. Formaður Íþróttanefndar ríkisins 1998–2006, í stjórn Afreksmannasjóðs í fimm ár. Formaður stjórnar Vélbátaábyrgðafélags Akurnesinga, í stjórn Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness, Hraðfrystihússins Heimaskaga og Útgerðarfélagsins Hafbjargar um árabil. Í Orkuráði 1991–2014. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1991, 1994 og 2001. Í stjórn Sementsverksmiðju ríkisins 1993–2003. Formaður stjórnar Skallagríms (útgerð Akraborgar) 1995–1998. Í stjórn Byggðastofnunar 1995–2009 (varaformaður 2000–2009). Í stjórn RARIK 2003–2006.

Alþingismaður Vesturlands 1991–2003 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Norðvesturkjördæmis apríl og okt 2004, mars–apríl og nóvember 2005 júní og október–nóvember 2006 og mars 2007 (Sjálfstæðisflokkur).

2. varaforseti Alþingis 1999–2003.

Félagsmálanefnd 1991–1995, iðnaðarnefnd 1991–2003, efnahags- og viðskiptanefnd 1992–1995, landbúnaðarnefnd 1995–2003, sérnefnd um stjórnarskrármál 1999–2000.

Íslandsdeild ÖSE-þingsins 1993 og 1995–1999 og 2000–2003 (formaður 2000–2001).

Ritstjóri: Framtak 1970–2000, Snæfell 1991–2003.

Æviágripi síðast breytt 28. september 2022.

Upplýsingar um nefndarstörf ná aftur til ársins 1991 (115. löggjafarþing). Sjá annars nefndasetur

Áskriftir