Guðlaugur Guðmundsson

Guðlaugur Guðmundsson

Þingseta

Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1892–1908, alþingismaður Akureyrar 1911–1913 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn).

1. varaforseti neðri deildar 1912.

Æviágrip

Fæddur í Ásgarði í Grímsnesi 8. desember 1856, dáinn 5. ágúst 1913. Foreldrar: Guðmundur Ólafsson (fæddur um 1799, dáinn 27. maí 1872) bóndi þar og Þórdís Magnúsdóttir (fædd 21. ágúst 1835, dáin 20. janúar 1891). Tengdafaðir Magnúsar Péturssonar alþingismanns. Maki (30. maí 1882): Oliva Maria (fædd 21. mars 1858, dáin 22. mars 1937) húsmóðir. Foreldrar: Olav Suenson og kona hans Marie Suenson, fædd Ohlson. Börn: Þórdís María (1881), Karólína Amalía (1882), Guðlaug Valgerður Oktavía (1883), Ásdís Charlotta (1887), Guðmundur Þorkell (1889), Margrét Ólöf (1893), Ólafur Jóhannes (1896), Soffía Fransiska (1898), Kristín Guðný (1900).

Stúdentspróf Lsk. 1876. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1882.

Settur 1882 sýslumaður í Dalasýslu og gegndi því embætti rúmt ár, sat að Staðarfelli. Fluttist þá til Reykjavíkur og stundaði þar málflutning og önnur störf. Málaflutningsmaður við landsyfirréttinn 1886–1891. Sýslumaður í Skaftafellssýslu 1891–1904, sat á Kirkjubæjarklaustri. Amtsráðsmaður fyrir Vestur-Skaftafellssýslu 1892–1904. Sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Akureyri frá 1904 til æviloka. Jafnframt formaður amtsráðs Norðuramtsins til 1907, er amtsráðin féllu niður.Einn af stofnendum Stórstúku Íslands 1886 og formaður hennar 1888–1891. Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1890–1891. Í milliþinganefnd í skattamálum 1907.

Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1892–1908, alþingismaður Akureyrar 1911–1913 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn).

1. varaforseti neðri deildar 1912.

Ritstjóri: Íslenski Good-Templar (1886–1888 og 1890).

Æviágripi síðast breytt 10. júlí 2015.

Áskriftir