Guðrún Helgadóttir

Guðrún Helgadóttir

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1979–1987, alþingismaður Reykvíkinga 1987–1995 (Alþýðubandalag) og mars–maí 1999 (þingflokkur óháðra).

Varaþingmaður Reykvíkinga júní og október–nóvember 1995, febrúar 1997 og október 1997 til mars 1998.

Forseti sameinaðs þings 1988–1991. 1. varaforseti sameinaðs þings 1987–1988. 3. varaforseti Alþingis 1992–1995.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Hafnarfirði 7. september 1935, dáin 23. mars 2022. Foreldrar: Helgi Guðlaugsson (fæddur 16. ágúst 1908, dáinn 26. mars 1991) sjómaður þar, föðurbróðir Finnboga Hermannssonar varaþingmanns, og kona hans Ingigerður Eyjólfsdóttir (fædd 19. júní 1913, dáin 26. desember 1995) húsmóðir. Maki 1 (13. júní 1957): Haukur Jóhannsson (fæddur 25. janúar 1935) verkfræðingur. Þau skildu 1959. Foreldrar: Jóhann Kristmundsson og kona hans Svanborg Ingimundardóttir. Maki 2 (22. ágúst 1964): Sverrir Hólmarsson (fæddur 6. mars 1942, dáinn 6. september 2001) kennari. Þau skildu 1983. Foreldrar: Hólmar Magnússon og kona hans Oddný Þorvaldsdóttir. Sonur Guðrúnar og Hauks: Hörður (1957). Börn Guðrúnar og Sverris: Þorvaldur (1966), Helga (1968), Halla (1970).

Stúdentspróf MR 1955.

Rektorsritari í Menntaskólanum í Reykjavík 1957–1967. Deildarstjóri félagsmála- og upplýsingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins 1973–1980. Rithöfundur.

Í stjórn BSRB 1972–1978. Átti sæti í rithöfundaráði 1978–1980. Borgarfulltrúi í Reykjavík 1978–1982. Ritari Alþýðubandalagsins 1977–1983. Fulltrúi í Norðurlandaráði 1983–1988. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1991–1995. Í útvarpsráði 1995 og í tryggingaráði 1995.

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1979–1987, alþingismaður Reykvíkinga 1987–1995 (Alþýðubandalag) og mars–maí 1999 (þingflokkur óháðra).

Varaþingmaður Reykvíkinga júní og október–nóvember 1995, febrúar 1997 og október 1997 til mars 1998.

Forseti sameinaðs þings 1988–1991. 1. varaforseti sameinaðs þings 1987–1988. 3. varaforseti Alþingis 1992–1995.

Hefur samið skáldsögur, einkum ætlaðar börnum og unglingum, og leikrit.

Æviágripi síðast breytt 25. mars 2022.

Áskriftir