Ásta Möller

Ásta Möller

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1999–2003, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2005–2007, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2007–2009 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður október–desember 2003, febrúar–apríl og júlí 2004, október 2004 til febrúar 2005 og apríl 2005 (Sjálfstæðisflokkur).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 12. janúar 1957. Foreldrar: Agnar Möller (fæddur 3. desember 1929, dáinn 12. júní 2010) fulltrúi og kona hans Lea Rakel Möller (fædd 4. janúar 1929). Maki (25. apríl 1981): Haukur Þór Hauksson (fæddur 9. febrúar 1957) rekstrarhagfræðingur, framkvæmdastjóri. Foreldrar: Haukur Benediktsson og kona hans Arndís Þorvaldsdóttir. Börn: Helga Lára (1983), Hildur (1986), Ásta Sesselja (fædd/dáin 1991), Steinn Haukur (1992).

Stúdentspróf MH 1976. B.Sc.-próf í hjúkrunarfræði HÍ 1980. MPA-próf í opinberri stjórnsýslu við HÍ 2006.

Hjúkrunarfræðingur við Borgarspítalann 1980–1982. Fastur stundakennari við HÍ á námsbraut í hjúkrunarfræði 1981–1984, settur aðjúnkt 1982–1984. Deildarstjóri við öldrunardeild Borgarspítala 1984–1986 og fræðslustjóri á Borgarspítalanum 1987–1992. Formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga 1989–1994 og formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 1994–1999. Stundakennari við HÍ og HA síðan 1981. Framkvæmdastjóri Liðsinnis ehf. 2005.

Í Stúdentaráði HÍ 1977–1979, varaformaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við HÍ, 1979–1980. Í stjórn Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga 1980–1982, í kjaranefnd Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga 1987–1988. Í öldungaráði Bandalags háskólamanna 1984–1990, í stjórn Bandalags háskólamanna 1996–1998 og í miðstjórn Bandalags háskólamanna 1989–1999. Varaformaður Samtaka hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum 1996–1999. Í stjórn International Council of Nurses (ICN), alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga, síðan 1999, varaformaður samtakanna 2001–2005. Í hjúkrunarráði 1996–1999. Í stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga síðan 1994, formaður stjórnar 1997, 1999, 2004 og 2006. Formaður nefndar um ritun sögu hjúkrunar á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 2000. Í stjórn heilbrigðis- og trygginganefndar Sjálfstæðisflokksins síðan 1990, formaður nefndarinnar 1991–1995 og 2004–2005. Í framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins frá 2005. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1999–2003 og frá 2005. Í stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 2003–2006 og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 2005–2007. Varamaður í tryggingaráði 1995–1999. Sat í nefnd á vegum landlæknis sem hanna skyldi mælitæki til að meta hjúkrunarálag á öldrunardeildum 1985. Vann að endurskoðun laga um sjúkraliða á vegum heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis 1992–1994. Sat í nefnd um starfssvið og starfsleyfi sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga 1996. Í nefnd sem setja á heilbrigðisþjónustunni mælanleg markmið 1996, í nefnd um stefnumótun um hjúkrunarþjónustu í heilsugæslu 1997–1999 og í nefnd sem leita á leiða til að stemma stigu við ölvunarakstri frá 1999. Sat á vegum fjármálaráðuneytis í nefnd um endurskoðun á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna 1995–1996. Formaður nefndar á vegum menntamálaráðherra sem gerði úttekt á félags- og tómstundastarfi barna og ungmenna 2002–2003 og formaður nefndar um endurskoðun á æskulýðslögum 2004–2005. Varaformaður kvennanefndar Alþjóðaþingmannasambandsins 2002–2003. Í nefnd um endurskoðun á lögum um heilbrigðisþjónustu frá 2003 og í nefnd um endurskoðun á lyfjalögum 2004–2007. Í nefnd dómsmálaráðherra um mismunandi löggjöf um vændi, klámiðnað og mansal í Evrópu og sérstaklega af löggjöf í Svíþjóð sem gerir kaup á vændi refsiverð, en sölu refsilausa og meta kosti og galla þeirrar löggjafar 2005. Í stýrihóp Geðræktar frá 2000. Í varastjórn Verslunarráðs Íslands 2004–2005, Viðskiptaráðs Íslands 2005–2006. Í stjórn Liðsinnis ehf. 2001–2005.

Alþingismaður Reykvíkinga 1999–2003, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2005–2007, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2007–2009 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður október–desember 2003, febrúar–apríl og júlí 2004, október 2004 til febrúar 2005 og apríl 2005 (Sjálfstæðisflokkur).

Allsherjarnefnd 1999–2003, heilbrigðis- og trygginganefnd 1999–2003 og 2005–2007 (formaður 2007), heilbrigðisnefnd 2007–2009 (formaður 2007–2009), umhverfisnefnd 1999–2003 og 2005–2007, fjárlaganefnd 2002–2003 og 2007–2009, efnahags- og viðskiptanefnd 2005–2007.

Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 1999–2003 og 2005–2009 (formaður).

Hefur ritað ýmsar greinar um hjúkrun, heilbrigðismál og kjaramál í dagblöð og fagtímarit.

Æviágripi síðast breytt 21. október 2019.

Áskriftir