Indriði Einarsson

Indriði Einarsson

Þingseta

Alþingismaður Vestmannaeyinga 1890–1891.

Minningarorð

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Húsabakka í Skagafirði 30. apríl 1851, dáinn 31. mars 1939. Foreldrar: Einar Magnússon (fæddur 31. júlí 1812, dáinn 11. febrúar 1868) bóndi þar og kona hans Evfemía Gísladóttir (fædd 28. júlí 1813, dáin 9. febrúar 1881) húsmóðir, systir Indriða Gíslasonar alþingismanns. Tengdafaðir Ólafs Thors alþingismanns og ráðherra. Maki (20. júlí 1880): Marta María Pétursdóttir Guðjohnsen (fædd 2. ágúst 1851, dáin 4. okt. 1931) húsmóðir. Foreldrar: Pétur Guðjohnsen alþingismaður og kona hans Guðrún Sigríður Lárusdóttir, fædd Knudsen. Börn: Evfemía (1881), Guðrún Sigríður (1882), Emilía (1884), Lára (1885), Einar (1887), Marta María (1889), Ingibjörg (1894), Jens Gunnar (1897).

    Stúdentspróf Lsk. 1872. Hagfræðipróf Hafnarháskóla 1877. Framhaldsnám í Edinborg 1877–1878.

    Aðstoðarmaður landfógeta 1878. Endurskoðandi landsreikninganna (revisor) 1879–1904, fulltrúi í fjármála- og endurskoðunardeild stjórnarráðsins 1904, skrifstofustjóri þar 1909–1918. Stundaði síðan ritstörf í Reykjavík til æviloka.

    Formaður Stórstúku Íslands (stórtemplar) 1897–1903 og 1913–1915.

    Alþingismaður Vestmannaeyinga 1890–1891.

    Samdi og þýddi fjölda leikrita. Skráði endurminningar sínar: Séð og lifað (1936).

    Ritstjóri: Íslenski Good-Templar (1886–1889).

    Æviágripi síðast breytt 29. apríl 2020.

    Áskriftir