Axel V. Tulinius

Axel V. Tulinius

Þingseta

Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1900–1901 (Framfaraflokkurinn).

Minningarorð

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Eskifirði 6. júní 1865, dáinn 8. desember 1937. Foreldrar: Carl Daniel Tulinius (fæddur 1. september 1835, dáinn 16. febrúar 1905) kaupmaður og ræðismaður þar og kona hans Guðrún Þórarinsdóttir (fædd 9. apríl 1835, dáin 30. ágúst 1904) húsmóðir. Maki (22. apríl 1895): Guðrún Hallgrímsdóttir (fædd 14. febrúar 1875, dáin 5. nóvember 1954) húsmóðir. Foreldrar: Hallgrímur Sveinsson alþingismaður og kona hans Elina Marie Feveile. Börn: Hallgrímur Axel (1896), Guðrún Agla (1897), Carl Daniel (1902), Erling Gustav (1909).

    Stúdentspróf Lsk. 1884. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1892.

    Gerðist 1. mars 1892 lögregluþjónn í Kaupmannahöfn. Fulltrúi bæjarfógetans í Reykjavík 1893. Sýslumaður í Suður-Múlasýslu 1894–1911, sat á Eskifirði, gegndi um hríð báðum Múlasýslum. Fluttist til Reykjavíkur og varð yfirréttarmálaflutningsmaður 1911. Umboðsmaður erlendra tryggingafélaga 1912–1918. Forstjóri Sjóvátryggingafélags Íslands frá stofnun þess 1918 (félagið tók til starfa 1. janúar 1919) til 1933.

    Fararstjóri í för Friðriks konungs VIII austur í sveitir 1907. Forseti Íþróttasambands Íslands frá stofnun þess 28. janúar 1912 til 1926. Skátahöfðingi Íslands frá 1926 til æviloka. Ræðismaður Portúgals frá 1924.

    Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1900–1901 (Framfaraflokkurinn).

    Ritstjóri: Liljan. Íslenskt skátablað (1916).

    Æviágripi síðast breytt 29. apríl 2020.

    Áskriftir