Ísólfur Gylfi Pálmason

Ísólfur Gylfi Pálmason

Þingseta

Alþingismaður Suðurlands 1995–2003 (Framsóknarflokkur).

3. varaforseti Alþingis 1999–2003.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Hvolsvelli 17. mars 1954. Foreldrar: Pálmi Eyjólfsson (fæddur 22. júlí 1920, dáinn 12. október 2005) sýslufulltrúi og kona hans Margrét Ísleifsdóttir (fædd 8. október 1924) tryggingafulltrúi. Bróðir Ingibjargar Pálmadóttur alþingismanns og ráðherra. Maki (29. desember 1979): Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir (fædd 8. júlí 1957) forstöðumaður og kennari. Foreldrar: Kolbeinn Ólafsson og Jóna Birta Óskarsdóttir. Börn: Pálmi Reyr (1979), Margrét (1984), Kolbeinn (1986), Birta (1988).

Nám við Kennaraskóla Íslands 1971–1973. Kennarapróf frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1976. Nám við íþróttaháskólann í Sønderborg, Danmörku, 1973–1974 og 1978.

Kennari við Grunnskóla Ólafsvíkur 1976–1978. Kennari við Gagnfræðaskólann í Mosfellssveit 1979–1981. Kennari við Samvinnuskólann á Bifröst 1981–1987. Kennari á námskeiðum hjá starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar og á námskeiðum í félagsmálum á vegum menntamálaráðuneytis og UMFÍ. Starfsmannastjóri KRON og Miklagarðs 1987–1990. Sveitarstjóri á Hvolsvelli 1990–1995. Sveitarstjóri í Hrunamannahreppi síðan 2003.

Í stjórn Landssambands ísl. samvinnustarfsmanna 1985–1987. Í stjórn HSK 1975–1976. Í héraðsnefnd Rangæinga 1990–1995. Í stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 1990–1994. Í skólanefnd Menntaskólans á Laugarvatni 1991–1996. Í rekstrarstjórn Heilsustofnunar NLFÍ síðan 1995. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1995–1998, formaður þess 1998–1999. Formaður Suðurlandsskóga 1997–2001. Í stjórn Íslandspósts og í stjórn Byggðasafnsins í Skógum síðan 1998. Í stjórn Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum síðan 1998. Varaformaður Ferðamálaráðs frá 2001. Formaður upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Reykjavík frá 2001.

Alþingismaður Suðurlands 1995–2003 (Framsóknarflokkur).

3. varaforseti Alþingis 1999–2003.

Fjárlaganefnd 1995–2003, umhverfisnefnd 1995–2003, sérnefnd um fjárreiður ríkissins 1995–1997, iðnaðarnefnd 1999–2003, sérnefnd um stjórnarskrármál 2002–2003.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 1995–1999. Íslandsdeild Norðurlandaráðs (form. 1999–2003).

Æviágripi síðast breytt 20. nóvember 2019.

Áskriftir