Jóhannes Ólafsson

Jóhannes Ólafsson

Þingseta

Alþingismaður Vestur-Ísfirðinga 1903–1908 (Heimastjórnarflokkurinn).

Æviágrip

Fæddur í Haukadal við Dýrafjörð 2. júlí 1859, dáinn 14. júní 1935. Foreldrar: Ólafur Jónsson (fæddur 11. júní 1819, dáinn 31. desember 1899) bóndi þar og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir (fædd 16. maí 1823, dáin 24. júní 1911) húsmóðir. Bróðir Matthíasar Ólafssonar alþingismanns. Maki (17. febrúar 1884) Helga Samsonardóttir (fædd 18. nóvember 1856, dáin 13. maí 1949) húsmóðir. Foreldrar: Samson Samsonarson og kona hans Ósk Gunnarsdóttir. Börn: Sigurður (1884), Gunnar Andrew (1891), Fríða (1893), Leifur (1894), Óskar (1897), Ingibjörg Ólöf (1899).

Nam trésmíði 1880–1882.

Trésmiður á Ísafirði 1882–1883, í Haukadal í Dýrafirði 1883–1887 og á Þingeyri frá 1887 til æviloka. Póstafgreiðslumaður á Þingeyri frá 1898 til æviloka. Gjaldkeri sparisjóðsins á Þingeyri frá stofnun hans 1896 til æviloka.

Hreppstjóri frá 1889, oddviti 1896–1928.

Alþingismaður Vestur-Ísfirðinga 1903–1908 (Heimastjórnarflokkurinn).

Æviágripi síðast breytt 25. janúar 2016.

Áskriftir