Jón J. Aðils

Jón J. Aðils

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1911–1913 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn).

Æviágrip

Fæddur í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi 25. apríl 1869, dáinn 5. júlí 1920. Foreldrar: Jón Sigurðsson (fæddur 1. september 1822, dáinn 6. október 1868) bóndi þar og 2. kona hans Guðfinna Björnsdóttir (fædd 24. maí 1834, dáin 13. maí 1872) húsmóðir. Ólst upp í Nesi við Seltjörn hjá frænda sínum, Páli Guðmundssyni bónda þar. Maki (20. maí 1904): Ingileif Snæbjarnardóttir Aðils (fædd 5. júlí 1881, dáin 17. desember 1955) húsmóðir. Foreldrar: Snæbjörn Þorvaldsson og kona hans Guðrún Teitsdóttir Bergmann. Börn: Geir (1904), Þórunn (1905), Þorvaldur (1907), Jón Þórður (1913).

Stúdentspróf Lsk. 1889. Hóf haustið 1889 nám í læknisfræði við Hafnarháskóla en hvarf frá því 1891 og tók að stunda sagnfræði, lauk ekki námi. Heiðursdoktor við Háskóla Íslands 25. október 1919.

Dvaldist í Kaupmannahöfn til 1897 við rannsóknir á íslenskri sögu 18. aldar, vann þá einnig að uppskrift skjala í ríkisskjalasafni Dana, kennari tvo vetur í Vallekilde. Stundaði kennslustörf, flutti alþýðufyrirlestra o. fl. í Reykjavík 1897–1906. Bókavörður við Landsbókasafnið 1906–1911. Sögukennari við Háskóla Íslands frá stofnun hans 1911, dósent til 1919, síðan prófessor.

Skipaður 1913 í fánanefnd.

Alþingismaður Reykvíkinga 1911–1913 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn).

Samdi mörg rit og greinar um sögu Íslendinga.

Ritstjóri: Elding (1901).

Æviágripi síðast breytt 29. janúar 2016.

Áskriftir