Ágúst Þorvaldsson

Ágúst Þorvaldsson

Þingseta

Alþingismaður Árnesinga 1956–1959, alþingismaður Suðurlands 1959–1974 (Framsóknarflokkur).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Eyrarbakka 1. ágúst 1907, dáinn 12. nóvember 1986. Foreldrar: Þorvaldur Björnsson (fæddur 30. september 1872, dáinn 4. ágúst 1933) verkamaður og sjómaður þar og kona hans Guðný Jóhannsdóttir (fædd 6. júní 1873, dáin 30. mars 1943) húsmóðir. Faðir Guðna Ágústssonar alþingismanns og ráðherra og móðurbróðir Guðjóns Guðmundssonar alþingismanns. Maki (12. maí 1942): Ingveldur Ástgeirsdóttir (fædd 15. mars 1920, dáin 6. ágúst 1989) húsmóðir. Foreldrar: Ástgeir Gíslason og kona hans Arndís Þorsteinsdóttir. Börn: Ásdís (1942), Þorvaldur (1943), Ketill Guðlaugur (1945), Gísli (1946), Geir (1947), Hjálmar (1948), Guðni (1949), Auður (1950), Valdimar (1951), Bragi (1952), Guðrún (1954), Tryggvi (1955), Þorsteinn (1956), Hrafnhildur (1957), Sverrir (1959), Jóhann (1963).

Ólst upp á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi frá 10 ára aldri.

Við sjóróðra í Vestmannaeyjum á vetrarvertíðum 1925–1936. Bóndi á Brúnastöðum 1932–1986.

Í hreppsnefnd Hraungerðishrepps 1936–1966, oddviti 1950–1966. Formaður sparnaðarnefndar 1956–1957. Í endurskoðunarnefnd laga um aðsetur ríkisstofnana 1958. Formaður vélanefndar ríkisins 1958–1963 og 1967–1972. Í endurskoðunarnefnd ábúðarlaga 1959. Í stjórn Mjólkurbús Flóamanna frá 1961, í fulltrúaráði þess 1953–1961 og í stjórn Mjólkursamsölunnar 1966–1986, formaður frá 1970. Í endurskoðunarnefnd laga um Stofnlánadeild landbúnaðarins o. fl. 1972. Formaður jarðanefndar Árnessýslu frá 1976 og formaður Veiðifélags Árnesinga 1976–1985. Í bankaráði Búnaðarbanka Íslands 1977–1980.

Alþingismaður Árnesinga 1956–1959, alþingismaður Suðurlands 1959–1974 (Framsóknarflokkur).

Æviágripi síðast breytt 23. september 2019.

Áskriftir