Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson

Þingseta

Alþingismaður Mýramanna 1908–1911 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, utan flokka).

Æviágrip

Fæddur í Hvammi í Hvítársíðu 13. desember 1871, dáinn 20. september 1935. Foreldrar: Sigurður Jónsson (fæddur 7. desember 1830, dáinn 12. febrúar 1918) síðar bóndi og söðlasmiður á Haukagili og Þorgerður Jónsdóttir (fædd 23. október 1844, dáin 18. febrúar 1921) vinnukona, síðar húsmóðir. Maki (18. maí 1912): Hildur Guðmundsdóttir (fædd 21. september 1877, dáin 3. júní 1938) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Sigurðsson og kona hans Helga Hjálmarsdóttir. Börn: Sigurður (1912), Ingibjörg Vídalín (1914), Björn (1915), Guðmundur Bergmann (1917), Ásgerður (1918), Ingibjörg Vídalín (1921). Dóttir Jóns og Guðnýjar Jónsdóttur: Svava (1902).

Lærði söðlasmíði. Bjó á Akranesi 1900–1904 og rak þar hótel um tíma. Bóndi á Haukagili frá 1904.

Hreppstjóri Akurnesinga 1902–1904 og hreppstjóri Hvítársíðuhrepps frá 1905 til æviloka. Oddviti um skeið.

Alþingismaður Mýramanna 1908–1911 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, utan flokka).

Æviágripi síðast breytt 5. febrúar 2016.

Áskriftir