Jón Skaftason

Jón Skaftason

Þingseta

Alþingismaður Reyknesinga 1959–1978 (Framsóknarflokkur).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Akureyri 25. nóvember 1926, dáinn 3. júní 2016. Foreldrar: Skafti Stefánsson (fæddur 6. mars 1894, dáinn 27. júlí 1979) útgerðarmaður á Siglufirði og kona hans Helga Sigurlína Jónsdóttir (fædd 16. október 1895, dáin 11. júní 1988) húsmóðir. Maki (6. apríl 1950): Hólmfríður Gestsdóttir (fædd 3. apríl 1929, dáin 15. október 2021) húsmóðir. Foreldrar: Gestur Jóhannsson og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir, dóttir Jóns Jónssonar alþingismanns í Múla, systir Árna Jónssonar alþingismanns. Börn: Gestur (1950), Helga (1953), Skafti (1955), Gunnar (1960).

Stúdentspróf MA 1947. Lögfræðipróf HÍ 1951. Hdl. 1955. Hrl. 1961.

Við ýmis störf á Siglufirði 1951–1952. Fulltrúi hjá ríkisskattanefnd 1952–1954. Fulltrúi í fjármálaráðuneyti 1955–1961. Rak lögfræðiskrifstofu í Reykjavík, Kópavogi og Keflavík 1955–1960. Deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu 1978– 1979. Yfirborgarfógeti í Reykjavík 1979–1992, sýslumaður í Reykjavík 1992– 1994.

Í stjórn landshafnar í Rifi 1955–1959. Bæjarfulltrúi í Kópavogi 1958–1962. Gæslustjóri Söfnunarsjóðs Íslands 1959–1971. Í síldarútvegsnefnd 1962–1979, formaður hennar frá 1974. Skip. 1965 í nefnd til að rannsaka hag og afkomu bátaflotans og 1966 í nefnd til að athuga um auknar togveiðiheimildir í fiskveiðilandhelgi. Kosinn 1966 í endurskoðunarnefnd laga um þingsköp Alþingis. Í Rannsóknaráði 1967–1971. Sótti fund Þingmannasamtaka Norður-Atlantshafsríkjanna 1967. Í Norðurlandaráði 1970–1978, formaður Íslandsdeildar þess 1971–1973. Í stjórn Fiskimálasjóðs 1972–1980, varaformaður. Í fiskimálaráði 1974–1978. Skip. 1975 í fiskveiðilaganefnd og í nefnd til að endurskoða lög um Fiskveiðasjóð. Í bankaráði Seðlabankans 1975–1980, formaður 1977–1980. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1971. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1971 og 1972, formaður íslensku sendinefndarinnar. Formaður Dómarafélags Íslands 1986–1987.

Alþingismaður Reyknesinga 1959–1978 (Framsóknarflokkur).

Æviágripi síðast breytt 2. nóvember 2021.

Áskriftir