Jónas G. Rafnar

Jónas G. Rafnar

Þingseta

Alþingismaður Akureyrar 1949–1956 og 1959, alþingismaður Norðurlands eystra 1959–1971 (Sjálfstæðisflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Akureyrar) maí 1957.

Forseti efri deildar 1967–1971. 2. varaforseti neðri deildar 1949–1950, 1953–1956, 1960, 1961–1962 og 1963–1967, 1. varaforseti neðri deildar 1959.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Akureyri 26. ágúst 1920, dáinn 12. febrúar 1995. Foreldrar: Jónas Rafnar (fæddur 9. febrúar 1887, dáinn 20. október 1972) yfirlæknir á Kristneshæli í Eyjafirði og kona hans Ingibjörg Bjarnadóttir (fædd 30. janúar 1894, dáin 6. júlí 1971) húsmóðir. Tengdafaðir Þorsteins Pálssonar alþingismanns og ráðherra og Jóns Magnússonar varaþingmanns. Maki (10. ágúst 1946): Aðalheiður Bjarnadóttir Rafnar (fædd 25. maí 1923, dáin 31. janúar 1999) hjúkrunarkona. Foreldrar: Bjarni Jónsson og kona hans Halldóra Jóhanna Sveinsdóttir. Dætur: Halldóra (1947), Ingibjörg (1948), Ingibjörg Þórunn (1950), Ásdís (1953).

Stúdentspróf MA 1940. Lögfræðipróf HÍ 1946. Hdl. 1947.

Rak lögfræðiskrifstofu á Akureyri frá miðju ári 1946 til ársloka 1962. Var jafnframt erindreki Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi. Settur 15. september 1961 bankastjóri við Útvegsbankann í Reykjavík til ársloka. Bankastjóri Útvegsbankans 1963–1984.

Í síldarútvegsnefnd 1953–1955. Kosinn 1954 í milliþinganefnd um brunamál utan Reykjavíkur. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1954. Í stjórn Laxárvirkjunar 1956–1961. Kosinn 1957 í yfirmatsnefnd um skatt á stóreignir. Bæjarfulltrúi á Akureyri 1958–1962, sat í bæjarráði. Í flugráði 1960–1963 og bankaráði Seðlabankans 1961–1963. Skipaður 1962 formaður endurskoðunarnefndar laga um síldarútvegsnefnd, formaður endurskoðunarnefndar laga um iðnlánasjóð og í endurskoðunarnefnd laga um loftferðir. Sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1962 og 1970. Í stóriðjunefnd frá 1965 og í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga frá stofnun hans 1966–1983, formaður. Kosinn 1966 í endurskoðunarnefnd laga um þingsköp Alþingis. Í stjórn Fiskveiðasjóðs 1967–1973 og í stjórn Iðnþróunarsjóðs 1973–1977. Stjórnarformaður Sambands íslenskra viðskiptabanka 1977–1978. Í Hafnaráði 1984–1992. Formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands 1985–1986. Formaður stjórnar Össurar hf. í Reykjavík frá 1985. Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna frá stofnun þess 1986 til 1990. Í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík 1990–1994.

Alþingismaður Akureyrar 1949–1956 og 1959, alþingismaður Norðurlands eystra 1959–1971 (Sjálfstæðisflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Akureyrar) maí 1957.

Forseti efri deildar 1967–1971. 2. varaforseti neðri deildar 1949–1950, 1953–1956, 1960, 1961–1962 og 1963–1967, 1. varaforseti neðri deildar 1959.

Æviágripi síðast breytt 5. mars 2020.

Áskriftir