Kristján Pálsson

Kristján Pálsson

Þingseta

Alþingismaður Reyknesinga 1995–2003 (Sjálfstæðisflokkur, utan flokka).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 1. desember 1944. Foreldrar: Páll Pálsson (fæddur 1. apríl 1914, dáinn 19. desember 1994) skipstjóri frá Hnífsdal og kona hans Ólöf Karvelsdóttir (fædd 15. nóvember 1916, dáin 27. maí 2012) húsmóðir. Maki 1 (1970): Aðalheiður Una Jóhannesdóttir (fædd 8. janúar 1942) skrifstofumaður. Þau skildu. Foreldrar: Jóhannes S. Guðfinnsson og kona hans Þóra Laufey Finnbogadóttir. Maki 2 (23. mars 1978): Sóley Halla Þórhallsdóttir (fædd 11. júlí 1953) kennari. Foreldrar: Þórhallur Halldórsson og kona hans Sigrún Sturludóttir. Dætur Kristjáns og Aðalheiðar: Arndís (1969), Ólöf (1970). Dætur Kristjáns og Sóleyjar: Hallgerður Lind (1978), Sigrún (1980).

Vélavarðanámskeið Fiskifélags Íslands 1963. Farmannapróf Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1967. Stúdentspróf TÍ 1975. Próf í útgerðartækni TÍ 1977.

Sjómaður á fiskiskipum og farskipum 1960–1976. Sveitarstjóri á Suðureyri 1977–1980. Framkvæmdastjóri Útvers hf. í Ólafsvík 1980–1986. Bæjarstjóri í Ólafsvík 1986–1990. Bæjarstjóri í Njarðvík 1990–1994.

Í bæjarstjórn Ólafsvíkur 1982–1990, í bæjarráði í 6 ár. Í stjórn verkamannabústaða í Ólafsvík 1986–1989. Í stjórn Útvers hf. í Ólafsvík 1986–1988, formaður. Formaður atvinnumálanefndar Ólafsvíkur 1983–1986. Formaður Umf. Stefnis í Súgandafirði og Umf. Víkings í Ólafsvík. Í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 1990–1994, formaður um skeið. Í stjórn hafnarinnar Keflavík-Njarðvík 1990–1994, formaður um skeið, og í stjórn Vatnsveitu Suðurnesja. Í nefnd um frísvæði á Suðurnesjum 1993–1995. Formaður umdæmanefndar um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum 1994. Sat þing Vestur-Evrópusambandsins 1995, formaður Íslandsdeildar þess síðan 1999. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1997.

Alþingismaður Reyknesinga 1995–2003 (Sjálfstæðisflokkur, utan flokka).

Samgöngunefnd 1995–1999, félagsmálanefnd 1995–1999 og 1999–2003, allsherjarnefnd 1995–1999, umhverfisnefnd 1996–2003, sérnefnd um stjórnarskrármál 1996–1997, fjárlaganefnd 1999–2003.

Íslandsdeild VES-þingsins 1999–2003 (formaður).

Æviágripi síðast breytt 6. febrúar 2020.

Áskriftir