Lárus Helgason

Lárus Helgason

Þingseta

Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1922–1923 og 1927–1933 (Framsóknarflokkur).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Fossi á Síðu 8. ágúst 1873, dáinn 1. nóvember 1941. Foreldrar: Helgi Bergsson (fæddur 7. júlí 1841, dáinn 21. febrúar 1900) bóndi þar og kona hans Halla Lárusdóttir (fædd 8. september 1843, dáin 1. mars 1927) húsmóðir. Föðurbróðir Helga Bergs alþingismanns, afi Sigrúnar Helgadóttur varaþingmanns. Maki (29. júní 1900): Elín Sigurðardóttir (fædd 1. ágúst 1871, dáin 4. júní 1949) húsmóðir. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson og kona hans Gyðríður Ólafsdóttir. Synir: Helgi (1901), Siggeir (1903), Júlíus Helgi (1905), Valdimar (1908), Bergur (1910).

Kennari á Síðu 1891–1898. Bóndi í Múlakoti á Síðu 1900–1906 og á Kirkjubæjarklaustri frá 1906 til æviloka. Símstöðvarstjóri og póstafgreiðslumaður frá 1929.

Oddviti Hörgslandshrepps til 1906. Í hreppsnefnd Kirkjubæjarhrepps 1907–1941, oddviti frá 1913. Formaður stjórnar Kaupfélags Skaftfellinga 1914–1941. Formaður stjórnar Skaftfellings hf. 1917–1941. Í landsbankanefnd 1928–1938.

Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1922–1923 og 1927–1933 (Framsóknarflokkur).

Þórarinn Helgason samdi bókina: Lárus á Klaustri. Ævi hans og störf (1957).

Æviágripi síðast breytt 26. ágúst 2021.

Áskriftir