Málmfríður Sigurðardóttir

Málmfríður Sigurðardóttir

Þingseta

Alþingismaður Norðurlands eystra 1987–1991 (Samtök um kvennalista).

Landskjörinn varaþingmaður (Norðurlans eystra) nóvember 1984 og október 1986.

Formaður þingflokks Samtaka um kvennalista 1990–1991.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd á Arnarvatni í Mývatnssveit 30. mars 1927, dáin 28. desember 2015. Foreldrar: Sigurður Jónsson (fæddur 25. ágúst 1878, dáinn 24. febrúar 1949) skáld og bóndi þar, hálfbróðir Jóns Jónssonar alþingismanns í Múla, og kona hans Hólmfríður Pétursdóttir (fædd 17. desember 1889, dáin 1. febrúar 1974) húsmóðir, dóttir Péturs Jónssonar alþingismanns og ráðherra, sonar Jóns Sigurðssonar alþingismanns á Gautlöndum. Mágkona Páls Kristjánssonar varaþingmanns. Maki (24. júlí 1948): Haraldur Jónsson (fæddur 5. janúar 1912, dáinn 11. apríl 1976) bóndi á Jaðri í Reykjadal. Foreldrar: Jón Haraldsson og kona hans Þóra Sigfúsdóttir. Börn: Þóra (1948), Sigurður Örn (1951), Jón Einar (1953), Helgi (1956), Margrét (1958), Hólmfríður (1962), Sigríður (1964).

Kvennaskólapróf Reykjavík 1947.

Húsmóðir á Jaðri í Reykjadal 1948–1992. Ráðskona á sumrum hjá Vegagerð ríkisins 1968–1985. Aðstoðarráðskona við Kristnesspítala á vetrum 1981–1985, í fullu starfi frá 1985 til vors 1987. Kennari við grunnskóla Reykdæla 1967–1979. Bókavörður við Amtsbókasafnið á Akureyri 1992–2001.

Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1989–1991.

Alþingismaður Norðurlands eystra 1987–1991 (Samtök um kvennalista).

Landskjörinn varaþingmaður (Norðurlans eystra) nóvember 1984 og október 1986.

Formaður þingflokks Samtaka um kvennalista 1990–1991.

Æviágripi síðast breytt 6. febrúar 2020.

Áskriftir