Ólafur Briem

Ólafur Briem

Þingseta

Alþingismaður Skagfirðinga 1886–1919 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Framsóknarflokkur).

Forseti sameinaðs þings 1895, forseti neðri deildar 1914–1919. Varaforseti neðri deildar 1889 og 1894, varaforseti sameinaðs þings 1897–1899, 1. varaforseti neðri deildar 1909.

Æviágrip

Fæddur á Espihóli í Eyjafirði 28. janúar 1851, dáinn 19. maí 1925. Foreldrar: Eggert Briem (fæddur 15. október 1811, dáinn 11. mars 1894) þjóðfundarmaður og kona hans Ingibjörg Eiríksdóttir (fædd 16. september 1827, dáin 15. september 1890) húsmóðir. Faðir Þorsteins Briems alþingismanns og ráðherra og tengdafaðir Björns Þórðarsonar forsætisráðherra. Maki (1884) Halldóra Pétursdóttir Briem (fædd 26. desember 1853, dáin 5. júlí 1937) húsmóðir. Foreldrar: Pétur Pálmason og kona hans Jórunn Hannesdóttir. Systir Herdísar konu Hálfdanar Guðjónssonar alþingismanns og Hannesar föður Pálma alþingismanns og Péturs varaþingmanns. Hún átti áður Þorstein Eggertsson bónda á Haukagili í Vatnsdal og með honum Guðrúnu 1. konu Bjarna frá Vogi alþingismanns. Börn: Þorsteinn (1885), Ingibjörg (1886), Kristín (1889), Eggert (1890), Eggert (1891), Jóhanna (1894), Sigríður (1897).

Stúdentspróf Lsk. 1870.

Skrifari hjá föður sínum 1870–1884. Bóndi á Frostastöðum í Blönduhlíð 1885–1887 og á Álfgeirsvöllum í Efribyggð 1887–1920. Fluttist þá til Reykjavíkur og varð aðstoðarmaður í fjármálaráðuneytinu til æviloka. Umboðsmaður Reynistaðarklaustursjarða 1888–1920. Settur sýslumaður í Skagafjarðarsýslu nokkrum sinnum um lengri eða skemmri tíma.

Amtsráðsmaður 1881–1907 þegar amtsráðin voru lögð niður. Oddviti Lýtingsstaðahrepps 1907–1920. Kosinn 1907 í milliþinganefnd í skattamálum. Formaður Sambands íslenskra samvinnufélaga frá 1920 til æviloka. Skipaður 1924 formaður milliþinganefndar um sparnað í ríkisrekstri.

Alþingismaður Skagfirðinga 1886–1919 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Framsóknarflokkur).

Forseti sameinaðs þings 1895, forseti neðri deildar 1914–1919. Varaforseti neðri deildar 1889 og 1894, varaforseti sameinaðs þings 1897–1899, 1. varaforseti neðri deildar 1909.

Æviágripi síðast breytt 1. mars 2016.

Áskriftir