Ólafur Ragnar Grímsson

Ólafur Ragnar Grímsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1978–1979, alþingismaður Reykvíkinga 1979–1983, alþingismaður Reyknesinga 1991–1996 (Alþýðubandalagið).

Landskjörinn varaþingmaður (Austurlands) október–nóvember 1974 og október–nóvember 1975 (Samtök frjálslyndra og vinstri manna), varaþingmaður Reykvíkinga nóvember–desember 1983, febrúar–apríl 1984, mars–apríl og nóvember–desember 1985, varaþingmaður Reyknesinga október 1987, október–nóvember 1988, mars 1989, október 1990 (Alþýðubandalagið).

Fjármálaráðherra 1988–1991.

Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1980–1983.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Ísafirði 14. maí 1943. Foreldrar: Grímur Kristgeirsson (fæddur 29. september 1897, dáinn 19. apríl 1971) hárskeri og kona hans Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar (fædd 20. nóvember 1914, dáin 4. maí 1966) húsmóðir. Maki 1 (14. nóvember 1974): Guðrún Katrín Þorbergsdóttir (fædd 14. ágúst 1934, dáin 12. október 1998) framkvæmdastjóri. Foreldrar: Þorbergur Friðriksson og kona hans Guðrún Beck. Maki 2 (14. maí 2003): Dorrit Moussaieff (fædd 12. janúar 1950) skartgripahönnuður. Foreldrar: Shlomo Moussaieff og kona hans Alisa Moussaieff. Dætur Ólafs og Guðrúnar: Guðrún Tinna (1975), Svanhildur Dalla (1975).

Stúdentspróf MR 1962. BA-próf í hagfræði og stjórnmálafræði háskólanum í Manchester í Englandi 1965, doktorspróf í stjórnmálafræði sama skóla 1970.

Lektor í stjórnmálafræði Háskóla Íslands 1970–1973, prófessor 1973–1993. Skipaður 28. september 1988 fjármálaráðherra, lausn 23. apríl 1991, en gegndi störfum til 30. apríl. Kjörinn forseti Íslands 29. júní 1996 og tók við embætti 1. ágúst, endurkjörinn 2000, 2004, 2008 og 2012. Sat á Bessastöðum til 2016.

Í miðstjórn Framsóknarflokksins 1967–1974 og í framkvæmdastjórn 1969–1973, í blaðstjórn Tímans 1967–1971. Í útvarpsráði 1971–1975. Formaður framkvæmdastjórnar Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1974–1976. Í miðstjórn Alþýðubandalagsins frá 1977 og í framkvæmdastjórn frá 1977, formaður hennar 1983–1987. Formaður Alþýðubandalagsins 1987–1995. Sat þing Evrópuráðsins 1980–1984. Starfandi ritstjóri Þjóðviljans um skeið 1983–1985. Forseti alþjóðlegra þingmannasamtaka (Parliamentarians for Global Action) síðan 1984. Í stjórn Landsvirkjunar 1987–1991. Fulltrúi Alþingis á RÖSE-þingi 1992.

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1978–1979, alþingismaður Reykvíkinga 1979–1983, alþingismaður Reyknesinga 1991–1996 (Alþýðubandalagið).

Landskjörinn varaþingmaður (Austurlands) október–nóvember 1974 og október–nóvember 1975 (Samtök frjálslyndra og vinstri manna), varaþingmaður Reykvíkinga nóvember–desember 1983, febrúar–apríl 1984, mars–apríl og nóvember–desember 1985, varaþingmaður Reyknesinga október 1987, október–nóvember 1988, mars 1989, október 1990 (Alþýðubandalagið).

Fjármálaráðherra 1988–1991.

Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1980–1983.

Hefur samið fjölda rita og greina um þjóðfélagsmál, stjórnmálafræði, afvopnunarmál o.fl.

Æviágripi síðast breytt 18. febrúar 2020.

Áskriftir