Ólafur Pálsson

Ólafur Pálsson

Þingseta

Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1880–1892.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur í Hörgsdal 13. febrúar 1830, dáinn 15. janúar 1894, drukknaði í Múlakvísl. Foreldrar: Páll Pálsson (fæddur 17. maí 1797, dáinn 1. nóvember 1861) prestur þar og þjóðfundarmaður og 1. kona hans Matthildur Teitsdóttir (fædd 27. september 1795, dáin 16. maí 1850) húsmóðir. Afi Jóns Kjartanssonar sýslumanns og alþingismanns. Maki (24. október 1850): Sigurlaug Jónsdóttir (fædd 6. apríl 1824, dáin 5. júlí 1866) húsmóðir. Foreldrar: Jón Jónsson og kona hans Þorbjörg Bergsdóttir. Börn: Matthildur (1851), Páll (1852), Þorbjörg (1853), Jón (1855), Kjartan (1857), Katrín (1859), Páll (1862), Guðrún (1864).

    Bóndi á Hörgslandi 1853–1866, á Höfðabrekku frá 1866 til æviloka. Umboðsmaður þjóðjarða í Vestur-Skaftafellssýslu frá 1879 til æviloka.

    Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1880–1892.

    Æviágripi síðast breytt 2. mars 2016.

    Áskriftir