Ólafur Proppé

Ólafur Proppé

Þingseta

Alþingismaður Vestur-Ísfirðinga 1919–1923 (utan flokka, (Heimastjórnarflokkurinn), Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Hafnarfirði 12. maí 1886, dáinn 18. desember 1949. Foreldrar: Claus Eggert Dietrich Proppé (fæddur 24. júlí 1839, dáinn 14. september 1898) bakari þar og kona hans Helga Jónsdóttir Proppé (fædd 23. september 1848, dáin 17. október 1925) húsmóðir. Maki (2. júní 1910): Áslaug Jónasdóttir Proppé (fædd 19. maí 1887, dáin 4. september 1952) húsmóðir. Foreldrar: Jónas Thorsteinsson Hall og kona hans Jóna Ingibjörg Örnólfsdóttir. Börn: Nanna (1912), Claus Eggert Dietrich (1914), Óttarr (1916), Styrmir (1918), Camilla Elín (1923), Kolbrún (1925).

Gagnfræðapróf Flensborg 1900. Verslunarnám í Edinborg.

Verslunarmaður í Reykjavík og Ólafsvík til 1906. Verslunarstjóri á Hellissandi 1906–1914. Meðstofnandi firmans Bræðurnir Proppé 1914, forstjóri Þingeyrarverslunar þess 1914–1920, útflutningsstjóri firmans í Reykjavík 1920–1926. Hóf þá eigin kaupsýslu þar og rak fiskútflutningsverslun til 1932. Meðstofnandi Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda 1932, varð þá einn af forstjórum þess og gegndi því starfi til æviloka. Fór árlega verslunarferðir til Suðurlanda og Bandaríkjanna 1920–1946. Aðstoðarmaður Sveins Björnssonar sendiherra 1936 í milliríkjasamningum við Ítali og Grikki.

Alþingismaður Vestur-Ísfirðinga 1919–1923 (utan flokka, (Heimastjórnarflokkurinn), Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið).

Æviágripi síðast breytt 2. mars 2016.

Áskriftir