Páll Ólafsson

Páll Ólafsson

Þingseta

Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1867 og 1873 (varaþingmaður), 1874–1875 (sagði þá af sér).

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Dvergasteini 8. mars 1827, dáinn 23. desember 1905. Foreldrar: Ólafur Indriðason (fæddur 15. ágúst 1796, dáinn 4. mars 1861) síðar prestur á Kolfreyjustað og 1. kona hans Þórunn Einarsdóttir (fædd 1793, dáin 30. janúar 1848) húsmóðir. Hálfbróðir Jóns Ólafssonar alþingismanns og ritstjóra og albróðir Ólavíu konu Björns Péturssonar alþingismanns. Maki 1 (3. júlí 1856): Þórunn Pálsdóttir (fædd 1811, dáin 15. mars 1880) húsmóðir. Foreldrar: Páll Guðmundsson og kona hans Malen Jensdóttir Örum. Maki 2 (5. nóvember 1880): Ragnhildur Björnsdóttir (fædd 5. nóvember 1843, dáin 5. júní 1918) húsmóðir. Foreldrar: Björn Skúlason og kona hans Bergljót Sigurðardóttir. Börn Páls og Ragnhildar: Björn Skúlason (1881), Björn (1883), Sveinbjörn (1885), Þormóður (1886), Bergljót (1887).

    Stundaði heimanám hjá föður sínum og nám einn vetur hjá Sigurði Gunnarssyni alþingismanni í Vallanesi.

    Vinnumaður hjá mágum sínum Siggeiri Pálssyni og Birni Péturssyni alþingismönnum 1848–1853, síðan lausamaður. Varð vorið 1855 ráðsmaður á Hallfreðarstöðum hjá Þórunni Pálsdóttur, sem þá var ekkja. Bóndi þar 1856–1862, að Höfða á Völlum 1862–1864, á Eyjólfsstöðum 1864–1866, aftur á Hallfreðarstöðum 1866–1892 og loks í Nesi í Loðmundarfirði 1892–1900. Fluttist þá ásamt Ragnhildi konu sinni að Sigurðarstöðum á Sléttu til Guðrúnar, systur hennar, síðar að Presthólum til séra Halldórs Björnssonar, bróður Ragnhildar, en vorið 1905 til Reykjavíkur.

    Umboðsmaður Skriðuklaustursjarða 1865–1896.

    Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1867 og 1873 (varaþingmaður), 1874–1875 (sagði þá af sér).

    Ljóðmæli eftir hann hafa birst í nokkrum útgáfum.

    Æviágripi síðast breytt 7. mars 2016.

    Áskriftir