Pálmi Jónsson

Pálmi Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Norðurlands vestra 1967–1995 (Sjálfstæðisflokkur).

Landbúnaðarráðherra 1980–1983.

6. varaforseti Alþingis 1992–1995.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Akri í Torfalækjarhreppi 11. nóvember 1929, dáinn 9. október 2017. Foreldrar: Jón Pálmason (fæddur 28. nóvember 1888, dáinn 1. febrúar 1973) alþingismaður og ráðherra og kona hans Jónína Valgerður Ólafsdóttir (fædd 31. mars 1886, dáin 3. janúar 1980) húsmóðir. Maki (26. október 1956): Aðalbjörg Helga Sigfúsdóttir (fædd 6. júlí 1936) húsmóðir. Foreldrar: Sigfús Hermann Bjarnason og kona hans Jóhanna Erlendsdóttir. Börn: Jón (1957), Jóhanna Erla (1958), Nína Margrét (1970).

Búfræðipróf Hólum 1948.

Bóndi á Akri síðan 1953. Skipaður landbúnaðarráðherra 8. febrúar 1980, lausn 28. apríl 1983, en gegndi störfum til 26. maí.

Formaður Búnaðarfélags Torfalækjarhrepps 1951–1963. Formaður Jörundar, FUS í Austur-Húnavatnssýslu, 1963–1964. Í hreppsnefnd Torfalækjarhrepps 1962–1974. Í nýbýlastjórn, síðar landnámsstjórn, 1970–1980. Í yfirfasteignamatsnefnd 1972–1978. Í stjórn Rafmagnsveitna ríkisins síðan 1974, formaður 1978–1990. Í Hafnaráði 1984–1987. Í ríkisfjármálanefnd 1984–1987. Í stjórn Byggðastofnunar 1991–1993. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1991. Yfirskoðunarmaður ríkisreikninga 1992–1995. Formaður bankaráðs Búnaðarbanka Íslands frá 1994. Stjórnarformaður Stofnlánadeildar landbúnaðarins frá 1994.

Alþingismaður Norðurlands vestra 1967–1995 (Sjálfstæðisflokkur).

Landbúnaðarráðherra 1980–1983.

6. varaforseti Alþingis 1992–1995.

Æviágripi síðast breytt 21. apríl 2020.

Áskriftir