Ragnar Jónsson

Ragnar Jónsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Suðurlands) 1967 (Sjálfstæðisflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Suðurlands) október–nóvember og nóvember–desember 1963, maí 1964, mars–apríl, apríl–maí og október–nóvember 1965, febrúar–mars, mars–maí, október og nóvember 1966, mars 1967, febrúar–mars og mars–apríl 1968, varaþingmaður Suðurlands nóvember 1964, desember 1965, maí og nóvember–desember 1969.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Bjóluhjáleigu í Holtum 24. ágúst 1915, dáinn 25. nóvember 1992. Foreldrar: Jón Jónsson (fæddur 5. ágúst 1867, dáinn 5. september 1953) bóndi þar og kona hans Anna Guðmundsdóttir (fædd 18. nóvember 1876, dáin 27. maí 1962) húsmóðir. Bróðir Ingólfs Jónssonar alþingismanns og ráðherra. Maki (18. júní 1944): Kristín Guðrún Einarsdóttir (fædd 6. maí 1923, dáin 28. nóvember 2014) húsmóðir. Foreldrar: Einar Einarsson og 2. kona hans Þorgerður Jónsdóttir. Börn: Þorvaldur Einar (1944), Brynhildur Anna (1949), Jón (1953), Þorgerður (1958).

Verslunarskólapróf VÍ 1936. Nám í Þýskalandi 1938–1939.

Verslunarmaður hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu 1936–1938, fulltrúi þar 1942–1950. Skrifstofumaður í Reykjavík 1939–1942. Framkvæmdastjóri Verslunarfélags Vestur-Skaftfellinga 1951–1961. Skrifstofustjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í Reykjavík 1961–1985. Settur forstjóri ÁTVR 1985–1986.

Kosinn 1956 í milliþinganefnd í samgöngumálum. Endurskoðandi Landsbankans 1963–1985. Skipaður 1964 í endurskoðunarnefnd frumvarps um heftingu uppblásturs og græðslu lands.

Landskjörinn alþingismaður (Suðurlands) 1967 (Sjálfstæðisflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Suðurlands) október–nóvember og nóvember–desember 1963, maí 1964, mars–apríl, apríl–maí og október–nóvember 1965, febrúar–mars, mars–maí, október og nóvember 1966, mars 1967, febrúar–mars og mars–apríl 1968, varaþingmaður Suðurlands nóvember 1964, desember 1965, maí og nóvember–desember 1969.

Æviágripi síðast breytt 17. apríl 2020.

Áskriftir