Sigbjörn Gunnarsson

Sigbjörn Gunnarsson

Þingseta

Alþingismaður Norðurlands eystra 1991–1995 (Alþýðuflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands eystra apríl–maí 1988.

Formaður þingflokks Alþýðuflokksins 1994–1995.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Akureyri 2. maí 1951, dáinn 15. febrúar 2009. Foreldrar: Gunnar Steindórsson (fæddur 14. september 1923, dáinn 27. febrúar 2002) kennari, kjörsonur og stjúpsonur Steindórs Steindórssonar skólameistara og alþingismanns, og kona hans Guðrún Sigbjörnsdóttir (fædd 8. október 1925) tryggingafulltrúi. Maki (30. desember 1972): Guðbjörg Þorvaldsdóttir (fædd 13. júlí 1952) verslunarmaður og húsmóðir. Foreldrar: Þorvaldur Jónsson og kona hans Rósa María Sigurðardóttir. Börn: Hildur Björk (1972), Guðrún Ýr (1974), Þorvaldur Makan (1974), Rósa María (1980). Sonur Sigbjörns og Þóru Sigurbjörnsdóttur: Björn Þór (1972).

Stúdentspróf MA 1972. Lögfræðinám HÍ 1974–1975.

Kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar 1972–1974 og 1975–1976. Kaupmaður á Akureyri 1976–1991. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps í Mývatnssveit 1997–2005. Sveitarstjóri í Þingeyjarsveit 2006–2008.

Formaður Alþýðuflokksfélags Akureyrar 1990–1991. Í aðalstjórn Knattspyrnufélags Akureyrar 1982–1986. Í stjórn Golfklúbbs Akureyrar 1984–1986. Formaður Íþróttaráðs Akureyrar 1986–1990. Í stjórn Knattspyrnusambands Íslands um skeið. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1988 og 1991. Fulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðsins 1991–1995. Fulltrúi Alþingis á RÖSE-þingi 1992 og 1994. Í flugráði 1991–1995. Í stjórn Byggðastofnunar 1995–1999.

Alþingismaður Norðurlands eystra 1991–1995 (Alþýðuflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands eystra apríl–maí 1988.

Formaður þingflokks Alþýðuflokksins 1994–1995.

Æviágripi síðast breytt 18. mars 2020.

Áskriftir