Sigurður Kristjánsson

Sigurður Kristjánsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1934–1942 og 1942–1949, landskjörinn þingmaður (Reykvíkinga), 1942 (Sjálfstæðisflokkur).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Ófeigsstöðum í Kinn 14. apríl 1885, dáinn 27. maí 1968. Foreldrar: Kristján Árnason (fæddur 2. maí 1852, dáinn 4. júlí 1915) bóndi þar og kona hans Kristín Ásmundsdóttir (fædd 4. október 1849, dáin 24. janúar 1903) húsmóðir. Maki (26. maí 1924): Ragna Pétursdóttir (fædd 14. ágúst 1904, dáin 21. nóvember 1955) húsmóðir: Foreldrar: Pétur Pálsson, sonur Páls Ólafssonar alþingismanns, og Þórey Kristjánsdóttir. Börn: Arndís (1924), Páll (1927), Kristján (1930), Kristján (1933), Kristín (1934), Sigurður (1935), Sigríður (1937), Geir (1939), Ragna (1941), Pétur (1943), Auður (1945).

Búfræðipróf Hólum 1907. Kennarapróf KÍ 1910.

Skólastjóri barnaskóla í Bolungarvík 1910–1911. Ráðunautur Búnaðarsambands Vestfjarða 1912–1917. Kennari á Ísafirði 1915–1930. Ritstjóri í Reykjavík 1930–1932. Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins 1934–1938. Forstjóri Samábyrgðar Íslands á fiskiskipum 1939–1956.

Bæjarfulltrúi á Ísafirði 1916–1922 og 1930–1931. Í milliþinganefnd í sjávarútvegsmálum 1932 og 1938–1939. Í eftirlitsráði með opinberum rekstri 1934–1940. Í landsbankanefnd 1936–1956. Í Þingvallanefnd 1937–1949. Í togaraútgerðarnefnd 1938. Í milliþinganefnd um launakjör alþingismanna og í milliþinganefnd í sjávarútvegsmálum 1943.

Alþingismaður Reykvíkinga 1934–1942 og 1942–1949, landskjörinn þingmaður (Reykvíkinga), 1942 (Sjálfstæðisflokkur).

Ritstjóri: Kjósandi (1919). Vesturland (1923–1930). Ísafold og Vörður (1930–1932). Heimdallur (1931–1934).

Æviágripi síðast breytt 3. júlí 2020.

Áskriftir