Stefán Stefánsson

Stefán Stefánsson

Þingseta

Alþingismaður Eyfirðinga 1900–1902 og 1904–1923 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkur).

Æviágrip

Fæddur á Kvíabekk í Ólafsfirði 29. júní 1863, dáinn 25. maí 1925. Foreldrar: Stefán Árnason (fæddur 15. júlí 1807, dáinn 17. júní 1890) prestur þar, síðar á Hálsi í Fnjóskadal og 2. kona hans Guðrún Jónsdóttir (fædd 29. maí 1821, dáin 5. mars 1878) húsmóðir. Faðir Stefáns Stefánssonar alþingismanns og bónda í Fagraskógi. Maki (5. júní 1890): Ragnheiður Davíðsdóttir (fædd 23. nóvember 1864, dáinn 29. október 1937) húsmóðir. Foreldrar: Davíð Guðmundsson alþingismaður og kona hans Sigríður Ólafsdóttir Briem, dóttir Ólafs Briems þjóðfundarmanns. Börn: Þóra (1891), Sigríður (1892), Guðrún (1893), Davíð (1895), Stefán (1896), Valgarður (1898), Valdimar (1910).

Nám í Möðruvallaskóla einn vetur. Búfræðipróf Eiðum 1885.

Bóndi í Fagraskógi á Galmaströnd frá 1890 til æviloka.

Oddviti Arnarneshrepps um langt skeið, hreppstjóri frá 1904 til æviloka.

Alþingismaður Eyfirðinga 1900–1902 og 1904–1923 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkur).

Æviágripi síðast breytt 4. apríl 2017.

Áskriftir