Steingrímur Jónsson

Steingrímur Jónsson

Þingseta

Konungkjörinn alþingismaður 1906–1915 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Gautlöndum 27. desember 1867, dáinn 29. desember 1956. Foreldrar: Jón Sigurðsson (fæddur 11. maí 1828, dáinn 26. júní 1889) alþingismaður og kona hans Solveig Jónsdóttir (fædd 16. september 1828, dáin 17. ágúst 1889) húsmóðir. Bróðir Kristjáns alþingismanns og ráðherra og Péturs alþingismanns og ráðherra Jónssona. Maki (16. júlí 1896): Guðný Jónsdóttir (fædd 3. maí 1868, dáin 2. mars 1955) húsmóðir. Foreldrar: Jón Jónsson og kona hans Kristjana Þorláksdóttir. Börn: Þóra Hólmfríður (1897), Jón (1900), Solveig (1902), Kristján Pétur (1909).

Stúdentspróf Lsk. 1888. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1894. Hdl. 1942.

Aðstoðarmaður í íslensku stjórnardeildinni í Kaupmannahöfn 1894–1897. Sýslumaður í Þingeyjarsýslu 1897–1920, sat á Húsavík. Sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Akureyri 1920–1934.

Formaður Sambands kaupfélaganna 1905–1910. Í millilandanefndinni 1907. Forseti bæjarstjórnar Akureyrar 1923–1929. Prófdómari við Menntaskólann á Akureyri 1928–1952. Formaður í íslensk-amerískri matsnefnd til að úrskurða kröfur vegna dvalar setuliðsins á Akureyri og í nágrenni.

Konungkjörinn alþingismaður 1906–1915 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn).

Æviágripi síðast breytt 29. mars 2016.

Áskriftir