Þórður Thoroddsen

Þórður Thoroddsen

Þingseta

Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1895–1902 (Framfaraflokkurinn).

Minningarorð

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur í Haga á Barðaströnd 14. nóvember 1856, dáinn 19. október 1939. Foreldrar: Jón Thoroddsen (fæddur 5. október 1819, dáinn 8. mars 1868) sýslumaður og skáld og kona hans Kristín Ólína Þorvaldsdóttir (fædd 24. júní 1833, dáin 27. nóvember 1879) húsmóðir, dóttir Þorvalds Sívertsens alþingismanns. Bróðir Skúla Thoroddsens alþingismanns. Maki (14. september 1883): Anna Lovísa Pétursdóttir Thoroddsen, fædd Guðjohnsen (fædd 18. desember 1858, dáin 10. apríl 1939) húsmóðir. Foreldrar: Pétur Guðjohnsen alþingismaður og kona hans Guðrún Sigríður, fædd Knudsen. Börn: Pétur (1884), Kristín Katrín (1885), Jón (1887), Anika Emilía Konstanza (1890), Þórður Jónas (1896), Emil Þórður (1898), Þorvaldur Skúli Sigurður (1901).

    Stúdentspróf Lsk. 1877. Læknisfræðipróf Læknaskólanum 1881. Við framhaldsnám í sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn og Ósló 1882–1883, 1896–1897 og 1919–1920.

    Héraðslæknir í Keflavík 1883–1904. Síðan starfandi læknir í Reykjavík til æviloka, nema veturinn 1911–1912, er hann var staðgöngumaður héraðslæknisins á Akureyri. Settur 1881–1882 kennari við Möðruvallaskóla. Gjaldkeri við Íslandsbanka í Reykjavík 1904–1909. Átti sæti í hreppsnefnd Njarðvíkurhrepps, sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu og amtsráði suðuramtsins. Kaupfélagsstjóri Kaupfélags Suðurnesja og framkvæmdastjóri Þilskipafélags Suðurnesja í þrjú ár. Í stjórn Rauða kross Íslands frá stofnun hans 1924 til æviloka.

    Stórtemplar IOGT 1903–1911. Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1908–1912.

    Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1895–1902 (Framfaraflokkurinn).

    Æviágripi síðast breytt 29. apríl 2020.

    Áskriftir