Þórður Þórðarson

Þórður Þórðarson

Þingseta

Alþingismaður Snæfellinga 1875–1880.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Rauðkollsstöðum í Hnappadal 8. janúar 1828, dáin 7. maí 1899. Foreldrar: Þórður Jónsson (fæddur 24. nóvember 1791, dáin 20. maí 1866) bóndi þar og kona hans Kristín Þorleifsdóttir (fædd 20. ágúst 1796, dáin 18. maí 1897) húsmóðir. Maki 1 (28. september 1849): Ásdís Gísladóttir (fædd 1823, dáin 30. mars 1894) húsmóðir. Foreldrar: Gísli Árnason og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir. Maki 2 (24. desember 1895): Pálína Guðrún Hansdóttir (fædd 1864, dáin vestan hafs) húsmóðir. Foreldrar: Hans Hjaltalín og kona hans Guðrún Magnúsdóttir. Börn Þórðar og Ásdísar: Þórður Jóhann (1849), Magnús (1851), Kristín Jóhanna (1857), Jón (1858), Ásgeir Jóhann (1861), Pétur (1863), Gísli Kristján (1865), Guðríður Stefanía (1871). Synir Þórðar og Pálínu: Óskar (1896), Þórður (1897), Sturla (1899).

    Bóndi í Hítardal 1850–1854, síðan á Hrafnkelsstöðum og í Söðulsholti, en á Rauðkollsstöðum frá 1866 til æviloka.

    Alþingismaður Snæfellinga 1875–1880.

    Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.

    Áskriftir