Þórhallur Bjarnarson

Þórhallur Bjarnarson

Þingseta

Alþingismaður Borgfirðinga 1894–1900 og 1902–1908 (utan flokka, Heimastjórnarflokkurinn).

Forseti neðri deildar 1897–1899. Varaforseti neðri deildar 1892.

Æviágrip

Fæddur í Laufási við Eyjafjörð 2. desember 1855, dáinn 15. desember 1916. Foreldrar: Björn Halldórsson (fæddur 4. nóvember 1823, dáinn 19. desember 1882) þjóðfundarmaður og kona hans Sigríður Einarsdóttir (fædd 5. júlí 1819, dáin 19. mars 1889) húsmóðir. Faðir Tryggva Þórhallssonar alþingismanns og ráðherra og Dóru konu Ásgeirs Ásgeirssonar alþingismanns og forseta Íslands. Maki (16. september 1887): Valgerður Jónsdóttir (fædd 27. janúar 1863, dáin 28. janúar 1913) húsmóðir, fósturdóttir Tryggva Gunnarssonar alþingismanns. Foreldrar: Jón Halldórsson og kona hans Hólmfríður Hansdóttir. Börn: Tryggvi (1889), Svava (1890), Björn (1891), Dóra (1893).

Stúdentspróf Lsk. 1877, samtímis próf í hebresku við Prestaskólann. Guðfræðipróf Hafnarháskóla 1883. Prófessor að nafnbót 1907.

Stundakennari við Lærða skólann í Reykjavík veturinn 1883–1884. Fékk Reykholt 1884, varð sama ár prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Fékk 1885 Akureyri í brauðaskiptum við séra Guðmund Helgason. Kennari við Prestaskólann 1885, forstöðumaður hans 1894. Settur til þess að þjóna jafnframt dómkirkjuprestsembættinu í Reykjavík frá því í maímánuði 1889 til júnímánaðar 1890. Kenndi nokkra vetur sögu Íslands í einum bekk barnaskólans í Reykjavík. Skipaður 19. september 1908 biskup yfir Íslandi. Rak búskap í Laufási í Reykjavík, þar sem áður hét Móhús, frá 1896 til æviloka.

Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1888–1906. Í stjórn Búnaðarfélags Íslands frá 1899 til æviloka, formaður 1901–1907. Skipaður 1904 í milliþinganefnd í landbúnaðarmálum, formaður. Í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar 1905–1907.

Alþingismaður Borgfirðinga 1894–1900 og 1902–1908 (utan flokka, Heimastjórnarflokkurinn).

Forseti neðri deildar 1897–1899. Varaforseti neðri deildar 1892.

Ritstjóri: Íslenski Good-Templar (1886–1887). Kirkjublaðið (1891–1897). Nýtt kirkjublað (1906–1916).

Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.

Áskriftir