Þórhildur Þorleifsdóttir

Þórhildur Þorleifsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1987–1991 (Samtök um kvennalista).

Varaþingmaður Reykvíkinga mars–apríl 1993.

Formaður þingflokks Samtaka um kvennalista 1987–1988.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd á Ísafirði 25. mars 1945. Foreldrar: Þorleifur Guðmundsson (fæddur 28. nóvember 1911, dáinn 18. september 1992) kaupsýslumaður í Reykjavík og kona hans Guðrún Bergsdóttir (fædd 4. desember 1915, dáin 9. júní 1992) húsmóðir, dótturdóttir Eggerts Benediktssonar alþingismanns. Maki (8. október 1965): Arnar Jónsson (fæddur 21. janúar 1943) leikari. Foreldrar: Jón Kristinsson og kona hans Arnþrúður Ingimarsdóttir. Börn: Guðrún Helga (fædd 1964, dáin 2003), Sólveig (1973), Þorleifur Örn (1978), Oddný (1980), Jón Magnús (1982).

Stúdentspróf MA 1976. Nám við The Royal Ballet School í London 1961–1963.

Kennari við Listdansskóla Þjóðleikhússins, SÁL-skólann, Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur og Leiklistarskóla Íslands. Leikari og danshöfundur víða. Fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar 1973–1975. Einn stofnenda Alþýðuleikhúss 1975. Hefur starfað sem leikstjóri síðan við öll atvinnuleikhús á Íslandi, Íslensku óperuna, sjónvarp o. fl.

Formaður Félags leikstjóra á Íslandi síðan 1982. Í stjórn Bandalags íslenskra listamanna. Í stjórn Verkamannabústaða 1982–1983. Í félagsmálaráði Reykjavíkurborgar 1983–1984.

Alþingismaður Reykvíkinga 1987–1991 (Samtök um kvennalista).

Varaþingmaður Reykvíkinga mars–apríl 1993.

Formaður þingflokks Samtaka um kvennalista 1987–1988.

Æviágripi síðast breytt 20. mars 2020.

Áskriftir