Jón Magnússon

Jón Magnússon

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2007–2009 (Frjálslyndi flokkurinn, utan flokka, Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga apríl 1984, apríl og nóvember 1986, október–nóvember 1987 og maí 1988 (Sjálfstæðisflokkur).

Formaður þingflokks Frjálslynda flokksins 2008–2009.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Akranesi 23. mars 1946. Foreldrar: Magnús Jónsson (fæddur 7. ágúst 1916, dáinn 6. júní 2012) skólastjóri og kona hans Sigrún Jónsdóttir (f. 12. febrúar 1918, dáin 14. maí 2013) kennari. Maki 1: Halldóra Rafnar (fædd 31. maí 1947) kennari og blaðamaður. Þau skildu. Foreldrar: Jónas G. Rafnar alþingismaður og kona hans Aðalheiður Rafnar. Sambýliskona Marta B. Helgadóttir (fædd 26. október 1954) bankastarfsmaður. Foreldrar: Helgi Brynjólfsson vélstjóri og kona hans Huld Þorvaldsdóttir. Synir Jóns og Halldóru: Jónas Friðrik (1966), Magnús (1980). Dóttir Jóns og Fannýjar Jónmundsdóttur: Sigrún Fanný (1985). Stjúpsonur, sonur Mörtu: Arnar Sigurjónsson (1982).

Stúdentspróf MR 1967. Lögfræðipróf HÍ 1974. Hdl. 1975. Hrl. 1989.

Kennari 1967–1979. Stundaði lögmannsstörf og rak eigin lögmannsstofu 1976–2007. Fasteignasali 1984–1993 og 2004–2006. Í úrskurðarnefnd í vátryggingamálum síðan 1994.

Formaður Stúdentaráðs HÍ 1970–1971. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1973–1981. Formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna Reykjavík, 1975–1977. Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1977–1981. Formaður Neytendasamtakanna 1982–1984. Formaður stjórnar Iðnlánasjóðs 1983–1991. Formaður Neytendafélags höfuðborgarsvæðisins 1991–1996.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2007–2009 (Frjálslyndi flokkurinn, utan flokka, Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga apríl 1984, apríl og nóvember 1986, október–nóvember 1987 og maí 1988 (Sjálfstæðisflokkur).

Formaður þingflokks Frjálslynda flokksins 2008–2009.

Allsherjarnefnd 2007–2009, kjörbréfanefnd 2007–2009, sérnefnd um stjórnarskrármál 2007 og 2009 (fyrri), sérnefnd um stjórnarskrármál (seinni) 2009, menntamálanefnd 2009, viðskiptanefnd 2009.

Æviágripi síðast breytt 2. mars 2020.

Áskriftir